Stuðningur við útflutning á íslenskri tónlist með áherslu á aukin samskipti og tengslamyndun við erlenda aðila. Þáttaka í alþjóðlegum tónlistarhátíðum, kaupstefnum og ráðstefnum.
Stuðningur og ráðgjöf fyrir tónlistarfólk og fyrirtæki í íslensku tónlistarlífi. Þróun og uppbygging mikilvægra innviða.
Utanumhald og rekstur nótnaveitu Tónlistarmiðstöðvar sem hefur að geyma um 12 þúsund tónverk íslenskra tónskálda sem eru aðgengileg þar til varðveislu, sölu og leigu.
Kynning á starfsemi Tónlistarmiðstöðvar og þeirri ráðgjöf, þjónustu og tækifærum sem tónlistarfólk og fagaðilar í íslensku tónlistarlífi geta sótt þangað. Kynning á íslensku tónlistarlífi út á við.