Mexico Calling

Mexico Calling er nýtt samstarfsverkefni Music Export Norway, Faroe Music Export og Tónlistarmiðstöðvar með stuðningi frá Norræna menningarsjóðnum og LiveMX. Verkefnið opnar dyr fyrir listafólk frá Íslandi, Noregi og Færeyjum inn til Mexíkó, eins stærsta og örast vaxandi tónlistarmarkaðs heims.

Verkefnið veitir listafólki faglegan stuðning við markaðs- og kynningarstarf, aðgang að mexíkóskum samstarfsaðilum og tækifæri til að koma fram á tónleikum í Mexíkóborg í nóvember 2025. Kostnaður við ferð og gistingu er greiddur, auk þess sem lögð er áhersla á að byggja upp langtímasambönd og skapa grundvöll fyrir frekari útgáfur, tónleikahald og sýnileika á markaðnum.

Markmiðið er að hjálpa listafólki að hefja sérsniðna kynningar- og markaðsherferð í Mexíkó og tryggja því pláss á einum af líflegustu tónlistarmörkuðum heims.

Tákn Tónlistarmiðstöðvar