Aðgerðaáætlun Tónlistarstefnu Íslands 2023 - 2030

Tónlistarmiðstöð ber ábyrgð á framkvæmd og eftirfylgni fjölda aðgerða í aðgerðaáætlun tónlistarstefnu ríkisins.

Miðstöðin hefur þegar komið til framkvæmda aðgerðum sem snúa að fræðslu, ráðgjöf og stuðningi við tónlistarfólk, aukinni kynningu á íslenskri tónlist, samstarfi við sendiskrifstofur Íslands erlendis og eflingu kynningar á landinu, tónlist þess og hátíðum.

Aðgerðirnar eru í stöðugri þróun og felast m.a. í fræðsluáætlun, ráðgjöf, samstarfi við utanríkisþjónustuna og stefnumótunarvinnu.

Ein aðgerð, sem miðar að kortlagningu húsnæðis í eigu hins opinbera sem nýta mætti fyrir tónlistarsköpun, hljóðritun og flutning, hefur tafist vegna sambærilegrar vinnu annarra aðila. Miðstöðin bíður niðurstaðna úr þeirri vinnu til að tryggja samræmt og markvisst framhald.

Tákn Tónlistarmiðstöðvar