Bransaveisla

Bransaveisla er ókeypis fræðslu- og viðburðaröð sem Tónlistarmiðstöð og Tónlistarborgin Reykjavík standa fyrir, með stuðningi frá Íslandsstofu. Verkefnið fer fram samhliða Iceland Airwaves og tengir erlenda fagaðila sem sækja hátíðina beint við íslenskt tónlistarsamfélag.

Á Bransaveislunni er boðið upp á fjölbreytta dagskrá sem felur meðal annars í sér vinnustofur, meistaranámskeið, pallborðsumræður og tengslamyndunarviðburði þar sem íslenskt tónlistarfólk og fagfólk fær tækifæri til að kynnast og skapa tengsl við alþjóðlega tónlistariðnaðinn.

Markmið Bransaveislunnar er að efla íslenskt tónlistarlíf með því að valdefla listafólk og auka sýnileika þess á alþjóðavettvangi, á sama tíma og byggt er upp sterkt tengslanet innan greinarinnar.

Tákn Tónlistarmiðstöðvar