Í tengslum við helstu tónlistarhátíðir landsins býður Tónlistarmiðstöð upp á Út og suður, vinnustofur fyrir tónlistarfólk sem hyggst efla sig á alþjóðavettvangi.
Vinnustofurnar fara fram í húsnæði Tónlistarmiðstöðvar við Austurstræti 5 og eru ætlaðar þeim sem vilja nýta íslenskar tóhátíðir á borð við Reykjavík Jazz, Myrka músíkdaga og Iceland Airwaves sem stökkpall til frekari verkefna og tækifæra.
Út og suður samanstendur af stuttum fyrirlestrum og hagnýtum verkefnum þar sem fjallað er um hvernig best er að undirbúa sig fyrir þátttöku á alþjóðlegum vettvangi, nýta tengslamyndun til hins ýtrasta og kynna sig á markvissan hátt.