Okkar hlutverk


Tónlistarmiðstöð starfar í þágu íslenskrar tónlistar og tónlistarfólks sem hefur skapað Íslandi sérstöðu á heimsmælikvarða.

Helsta markmið miðstöðvarinnar er að efla íslenska tónlist bæði hér heima og erlendis.


Tónlistarmiðstöð vinnur að því að efla íslenska tónlist og styðja tónlistarfólk og fyrirtæki á öllum stigum ferilsins, bæði heima og erlendis.

Við veitum ráðgjöf og fræðslu, styðjum við tónlistartengd fyrirtæki, kynnum íslenska tónlist og tónlistarfólk á alþjóðavettvangi og höldum utan um nótnaveitu fyrir íslensk tónverk.

Starf okkar miðar að því að tryggja fjölbreytni, grósku og nútímalegt starfsumhverfi fyrir íslenskt tónlistarlíf, svo listafólk geti skapað, vaxið og náð árangri – hvar sem er í heiminum.

Hlutverk okkar er að:

  • vera samstarfsvettvangur atvinnulífs, hagsmunasamtaka, menningarstofnana, menntastofnana og stjórnvalda um stefnu og aðgerðir í málefnum tónlistar.
  • hafa umsjón með rekstri og starfsemi Tónlistarsjóðs.
  • stuðla að kynningu, útbreiðslu og sölu á íslenskri tónlist og nótum og starfrækja nótnaveitu fyrir íslensk tónverk.
  • veita tónlistarfólki og fyrirtækjum sem markaðssetja tónlist ráðgjöf og þjónustu, styðja útflutning á tónlist og stuðla að auknum samskiptum og tengslamyndun við erlenda aðila á sviði tónlistar.
  • sinna afmörkuðum verkefnum tengdum rannsóknum og tölfræði um íslenskan tónlistariðnað.
  • styðja varðveislu menningararfleifðar á sviði tónlistar með ráðgjöf, fræðslu og þjónustu.
Tákn Tónlistarmiðstöðvar