Tónlistarmiðstöð tekur virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi á vettvangi tónlistar. Miðstöðin er meðal annars aðili að NOMEX, samstarfi norrænna útflutningsskrifstofa, IAMIC, alþjóðlegu tengslaneti tónlistarmiðstöðva, STATUS, norrænu tengslaneti samtímatónlistarskrifstofa, og EMEE, evrópsku tengslaneti útflutningsskrifstofa. Í slíku samstarfi skapast vettvangur fyrir margvísleg verkefni en megináhersla er á þekkingarmiðlun og tengslamyndun.
Tenglar:
STATUS