Top 20 Under 30 eru árleg verðlaun sem veitt eru af NOMEX (Nordic Music Export), samstarfsvettvangi tónlistarútflutningsskrifstofa Norðurlandanna. Með viðurkenningunni eru tuttugu einstaklingar undir þrítugu heiðraðir fyrir framúrskarandi störf í tónlistargeiranum á Norðurlöndunum.
Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á mikilvægt starf ungs fagfólks, styðja það í frekari tengslamyndun og skapa vettvang fyrir kynslóðina sem mun móta framtíð norræns tónlistariðnaðar.
Verðlaunin eru afhent árlega við hátíðlega athöfn á tónlistarhátíðinni by:Larm í Ósló, og hafa á undanförnum árum fjölmargir ungir fagaðilar frá Íslandi og öðrum Norðurlöndum hlotið viðurkenninguna.