Hitakassinn er námskeið sem Tónlistarborgin Reykjavík stendur fyrir í samstarfi við Hitt Húsið og Tónlistarmiðstöð. Verkefnið er ætlað ungu tónlistarfólki sem kemst í úrslit Músíktilrauna og er markmið þess að valdefla næstu kynslóð tónlistarfólks í landinu.
Í Hitakassanum fá þátttakendur tækifæri til að kynnast íslenska tónlistargeiranum í gegnum fyrirlestra, pallborðsumræður og hagnýt verkefni. Þar er fjallað um fjölbreytt efni sem tengjast tónlistarstarfi, allt frá upptökum og lifandi flutningi til miðla, markaðssetningar og skipulags.
Verkefnið veitir ungu listafólki verkfæri til að efla færni sína, byggja upp tengslanet og öðlast dýpri skilning á því hvernig tónlistariðnaðurinn virkar í reynd.