Reykjavík Jazz

Jazzhátíð Reykjavíkur hefur verið haldin árlega frá árinu 1990 og er næst elsta tónlistarhátíð landsins. Hún er helsti vettvangur íslenskrar jazztónlistar, hápunktur jazzlífsins á Íslandi og árleg uppskeruhátíð íslenskra jazzlistamanna.

Markmið hátíðarinnar er að styðja við og kynna jazztónlist með því að bjóða tónlistarfólki og áhugasömum upp á framúrskarandi vettvang til flutnings og upplifunar. Þar er dregið fram það besta sem gerist í innlendri og erlendri jazztónlist, í lifandi og fjölbreyttri dagskrá.

Tónlistarmiðstöð tekur virkan þátt í hátíðinni með alþjóðlegu kynningarstarfi og tengslamyndunarviðburðum. Markmiðið er að efla tengsl íslensks jazztónlistarfólks við erlenda aðila sem og auka alþjóðlega umfjöllun um íslenska tónlist.

Tákn Tónlistarmiðstöðvar