Tónlistarmiðstöð starfar í þágu íslenskrar tónlistar og tónlistarfólks sem hefur skapað Íslandi sérstöðu á heimsmælikvarða.
Helsta markmið miðstöðvarinnar er að efla íslenska tónlist bæði hér heima og erlendis.
Okkar hlutverk
- vera samstarfsvettvangur hagsmunaaðila í málefnum tónlistar
- hafa umsjón með rekstri og starfsemi Tónlistarsjóðs
- stuðla að kynningu útbreiðslu og sölu á íslenskri tónlist og starfrækja nótnaveitu fyrir íslensk tónverk
- veita tónlistarfólki og og fyrirtækjum á sviði tónlistar ráðgjöf og þjónustu
- styðja við útflutning á tónlist og stuðla að tengslamyndun við erlenda aðila
- sinna afmörkuðum verkefnum tengdum rannsóknum og tölfræði um íslenskan tónlistariðnað og styðja varðveislu menningararfleifðar á sviði tónlistar