Austurbæjarbíó
https://www.facebook.com/Austurbaearjarbio/
Austurbæjarbíó er með þekktustu menningarhúsum Reykjavíkur en það var vígt sem kvikmyndahús árið 1947 og hefur frá þeim tíma sinnt margvíslegum hlutverkum, sem bíó, tónleikasalur, leikhús og fleira. Austurbæjarbíó hefur nýlega gengið í gegnum endurnýjun lífdaga sem tónleikastaður en þar eru þrír salir sem henta allt að 1000 gestum.