Íslenski tónlistar-iðnaðurinn

Vegvísir um íslenska tónlistariðnaðinn:
Heiti
Flokkar
Lýsing
Iceland Sync
https://www.icelandsync.com/
Tónlistarforleggjarar
Útgáfufyrirtæki og dreifingaraðilar
Umboðsskrifstofur
Bókarar
Iceland Sync eru brautryðjendur á sviði tónlistarforlagningar á Íslandi en sinna einnig umboðsmennsku, bókunum og útgáfu svo eitthvað sé nefnt.
Wise Music
https://www.wisemusic.com/
Tónlistarforleggjarar
Wise Music er alþjóðlegt forlag með útibú á Íslandi. Forlagið sér um útgáfu og miðlun tónverka höfunda sinna og lagasafna, með sérstakri áherslu á notkun í kvikmyndum, sjónvarpi, útvarpi og auglýsingum.
Crescendo
https://www.crescendo.is/
Almannatengsl- og markaðsfyrirtæki
Tónlistarforleggjarar
Crescendo er íslenskt fyrirtæki sem kynnir og styður við tónskáld og flytjendur samtímatónlistar með útgáfum, viðburðum, viðburðastjórnun og fræðslu.
Flame Productions
https://www.flame.is
Almannatengsl- og markaðsfyrirtæki
Flame Productions er íslenskt markaðsfyrirtæki sem aðstoðar tónlistarfólk við að koma tónlistinni sinni á framfæri, bæði heima og erlendis.
Overtune
https://www.overtune.com/
Tónlistartækni
Overtune er íslenskt tónlistar- og tæknifyrirtæki sem þróar hugbúnað til tónlistarframleiðslu. Markmiðið er að gera tónsköpun aðgengilega öllum, óháð reynslu eða tækniþekkingu.
Calmus
https://www.calmus.is/
Tónlistartækni
CALMUS er stafrænt tónsmíðakerfi sem byggir á gervigreind.
Intelligent Instruments Lab
https://iil.is/
Tónlistartækni
Intelligent Instruments Lab er þverfagleg rannsóknarstofa við Háskóla Íslands sem þróar og prófar ný hljóðfæri innbyggð með skapandi gervigreind.
Musilla
https://mussila.com/
Tónlistartækni
Mussila er tæknifyrirtæki sem býður upp á skapandi stafrænar námslausnir fyrir börn .Fyrirtækið var stofnað á Íslandi árið 2015 af sérfræðingum í tölvunarfræði, tónlist og kennslufræði.
Genki Instruments
https://genkiinstruments.com/
Tónlistartækni
Genki Instruments er tónlistartæknifyrirtæki þar sem verkfræði, hönnun og tónlist renna saman í eitt. Genki framleiðir hugbúnað og tónlistartæknigræjur.
Moombix
https://www.moombix.com/
Tónlistartækni
Moombix býður upp á heildarlausn fyrir tónlistarkennslu á netinu.
Heimildin
https://heimildin.is
Miðlar
Heimildin er fréttamiðill í dreifðri eignaraðild sem byggir afkomu sína og þar með hagsmuni sína við dreifðan hóp almennings.
Reykjavík Grapevine
https://grapevine.is
Miðlar
Reykjavík Grapevine er íslenskt tímarit á ensku, ætlað ferðamönnum og enskumælandi íbúum landsins. Blaðið var stofnað í maí 2003. Stefna blaðsins er að vera tæmandi upplýsingaheimild um menningu og viðburði í Reykjavík.
Morgunblaðið
https://www.mbl.is
Miðlar
Morgunblaðið er íslenskt dagblað sem kemur út alla daga vikunnar á Íslandi, nema á sunnudögum. Árið 1997 hóf Morgunblaðið útgáfu fréttavefs á netinu fyrst fjölmiðla á Íslandi.
X-ið
https://x977.visir.is
Miðlar
X-ið 977 er útvarpsstöð í eigu Sýn sem spilar mestmegnis rokktónlist.
FM957
https://fm957.visir.is
Miðlar
FM 957 er íslensk útvarpsstöð sem að er í eigu Sýn. Hún er fjórða vinsælasta útvarpsstöð landsins og leggur áherslu á ungmenni.
Sýn
https://www.syn.is
Miðlar
Sýn er leiðandi afl á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar á Íslandi.
Rás 2
https://www.ruv.is/ras2
Miðlar
Rás 2 er mikilvægur hluti af menningarlífi landsmanna, tónlist, fréttum, dægurmálum og viðburðum.
Rás 1
https://www.ruv.is/ras1
Miðlar
Rás 1 eða Ríkisútvarpið (stundum kölluð Gufan eða Gamla gufan) er íslensk útvarpsstöð sem hóf útsendingar 20. desember 1930. Líkt og aðrar stofnanir RÚV setur Rás 1 íslenska menningu í fyrsta sæti.
Bylgjan
https://bylgjan.visir.is
Miðlar
BYLGJAN er elsta einkarekna útvarpsstöð á Íslandi. Á dagskrá er almenn dægurmenning Íslendinga.
Vísir
https://www.visir.is
Miðlar
Vísir eða visir.is er íslensk fréttasíða í eigu Sýnar. Hann var stofnaður 1. apríl árið 1998. Á vefnum má finna efni frá ýmsum öðrum miðlum Sýnar, t.a.m. sjónvarpsrásum þess, Bylgjunni, FM957 og X-inu. Vísir heldur einnig úti gríðarlega yfirgripsmiklu viðburðardagatali.
RÚV
https://www.ruv.is
Miðlar
RÚV er sameign íslensku þjóðarinnar og miðlar fréttum, fróðleik, menningu og listum í sjónvarpi, útvarpi og vefnum.
Glitský Management
https://www.glitskymanagement.com/
Umboðsskrifstofur
Glitský er umboðsskrifstofa fyrir framúrskarandi tónlistarfólk með alþjóðlegan metnað.Meðal skjólstæðinga má nefna Elínu Hall og Magnús Jóhann.
Vagninn Flateyri
https://www.instagram.com/vagninnflateyri
Tónleikastaðir
Vagninn er veitingastaður, bar og viðburðarhús á Flateyri. Vagninn hefur undanfarin ár haldið metnaðarfulla sumardagskrá, með stórri flóru tónlistarfólks. Vagninn leggur áherslu á að dreifa menningu um landsbyggðina.
Hof
https://www.mak.is
Tónleikastaðir
Menningarhúsið Hof opnaði árið 2010. Þar er framúrskarandi aðstaða fyrir fjölbreytta viðburði af öllum toga og er Hof heimili Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.. Í salnum Hambraborg er 280 fermetra svið með hljómsveitargryfju og hægt er að aðlaga það að þörfum notenda hverju sinni.
Bæjarbíó
https://baejarbio.is
Tónleikastaðir
Bæjarbíó var stofnað 1945 og er elsta starfandi kvikmyndahús landsins. Í dag þjónar Bæjarbíó fjölbreyttum tilgangi sem menningarhús Hafnarfjarðar og glæðir miðbæinn lífi. Þar eru haldnir tónleikar og viðburðir að ýmsu tagi.
Græni hatturinn
https://www.graenihatturinn.is/is
Tónleikastaðir
Græni hatturinn er einn þekktasti tónleikastaður landsins og státar af fjölbreyttri og metnaðarfullri dagskrá allt árið um kring. Græni Hatturinn er staðsettur í kjallara einnar af sögufrægustu byggingu miðbæjarins á Akureyri.
Bird
https://www.facebook.com/p/Bird-RVK-61561196093107/
Tónleikastaðir
Bird er nýlegur tónleikastaður í Reykjavík. Staðurinn opnaði dyrnar sínar í Júni 2024 og hefur síðan þá haldið um 150 tónlistarviðburði þar sem 140 hljómsveitir hafa komið fram. Bird er útbúið með rúmgóðu sviði og góðu hljóðkerfi.
Lemmy
https://www.lemmy.is
Tónleikastaðir
LEMMY er veitinga- og tónleikastaður staðsettur í hjarta Reykjavíkur. Síðan opnun í október 2021 hefur LEMMY byggt upp sérstöðu í íslenska tónleikalífinu LEMMY einblínir á að bóka upprennandi listafólk og hefur staðurinn haldið tónleika alla fimmtudaga frá opnun staðarins.
Austurbæjarbíó
https://www.facebook.com/Austurbaearjarbio/
Tónleikastaðir
Austurbæjarbíó er með þekktustu menningarhúsum Reykjavíkur en það var vígt sem kvikmyndahús árið 1947 og hefur frá þeim tíma sinnt margvíslegum hlutverkum, sem bíó, tónleikasalur, leikhús og fleira. Austurbæjarbíó hefur nýlega gengið í gegnum endurnýjun lífdaga sem tónleikastaður en þar eru þrír salir sem henta allt að 1000 gestum.
Sjálfstæðissalurinn
https://www.icelandhotelcollectionbyberjaya.com/is/hotel/reykjavik/iceland-parliament-hotel-1/fundir-og-vidburdir
Tónleikastaðir
Í gegnum tíðina hefur salurinn gengið undir mörgum nöfnum og muna margir eftir honum sem skemmti- og tónleikastaðnum Nasa þar sem ótal tónleikaf hafa farið fram.
Dillon
https://dillon.is/en/
Tónleikastaðir
Dillon býður upp á fjölbreytta tónlistardagskrá með íslensku og erlendu listafólki., sem gerir staðinn að miðstöð lifandi tónlistar í borginni.
Prikið
https://prikid.is
Tónleikastaðir
Prikið var stofnað árið 1951 og er eitt elsta kaffihús Reykjavíkur. Síðustu áratugi hefur það þróast úr hefðbundnu kaffihúsi í vinsælan bar og samkomustað. Prikið stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum og tónleikum og hefur margt vinsælasta tónlistarfólk landsins stigið sín fyrstu skref á litla “stóra” sviði Priksins.
Salurinn
https://salurinn.kopavogur.is
Tónleikastaðir
Salurinn er fyrsti sérhannaði tónleikasalur landsins en hann opnaði árið 1999. Frá því að Salurinn var tekinn í notkun hafa verið haldnir að meðaltali tvennir tónleikar í viku.
Iðnó
https://www.idno.is
Tónleikastaðir
IÐNÓ er sögurfrægt menningarhús við Reykjavíkurtjörn sem hefur verið stóri hluti af menningarlífi borgarinnar síðan það var reist árið 1896. Iðno hefur gegnt fjölbreyttu hlutverki í gegnum árin en fyrst og fremst haldið sínum sess sem miðstöð lista og menningar og er í dag vinsæll tónleikastaður.
Harpa
https://www.harpa.is
Tónleikastaðir
Harpa er tónlistarhús allra landsmanna og þar eiga allar tónlistarstefnur sér heimili og athvarf. Í Hörpu er úrvals aðstaða fyrir tónlistarflutning og áhersla er lögð á faglegan metnað og fjölbreytni þannig að tónlistin í húsinu sé lifandi þverskurður af íslensku tónlistarlífi.
Hannesarholt
https://hannesarholt.is/hannesarholt-2/
Tónleikastaðir
Hannesarholt er menningarstofnun og tónleikastaður í hjarta Reykjavíkur sem starfar í allra þágu, þar sem „hárri“ list og alþýðulist er gert jafn hátt undir höfði.
Mengi
https://mengi.net
Tónleikastaðir
Útgáfufyrirtæki og dreifingaraðilar
Mengi er listamannarekið rými í Reykjavík. Mengi hýsir listviðburði af öllum toga og hefur gefið út tónlist eftir marga af fremstu tónlistarmönnum Íslands.
Gamla Bíó
https://www.gamlabio.is
Tónleikastaðir
Gamla bíó er sögufrægt hús í Reykjavík sem gegndi áður hlutverki kvikmynda- og óperuhúss en er í dag samkomuhús sem hýsir ýmsa viðburði svo sem tónleika, ráðstefnur, brúðkaup og fleira.
Vetur Music
https://veturmusic.is/
Útgáfufyrirtæki og dreifingaraðilar
Bókarar
Vetur er tónlistarfyrirtæki sem býður upp á fjölþætta þjónustu, þar á meðal dreifingu og bókanir.
INNI
https://www.innimusic.com
Útgáfufyrirtæki og dreifingaraðilar
Tónlistarforleggjarar
Plötuútgáfa, tónlistarforlag og upptökustúdíó Atla Örvarssonar og Colm O'herlihy
Opia Community
https://www.opiacommunity.com/
Útgáfufyrirtæki og dreifingaraðilar
Tónleikahaldari
OPIA Community er listasamsteypa stofnuð af Ólafi Arnalds sem starfar bæði sem plötuútgáfa og viðburðafyrirtæki.
Marvaða
https://www.marvada.is/
Útgáfufyrirtæki og dreifingaraðilar
Listasamsteypa, plötuútgáfa og viðburðafyrirtæki sem einblínir á að veita konum og kynsegin röddum pláss.
Bedroom Community
https://bedroomcommunity.net/
Útgáfufyrirtæki og dreifingaraðilar
Tilraunakennt útgáfufyrirtæki sem hefur skapað sér sterka stöðu á alþjóðavettvangi með framsækinni útgáfu á samtímatónlist, raftónlist og tilraunatónlist.
Sticky Plötuútgáfa
https://www.facebook.com/stickyutgafa/?locale=is_IS
Útgáfufyrirtæki og dreifingaraðilar
Plötuútgáfa á vegum Priksins, félagsheimili íslensku Hip Hop senunnar.
Reykjavik Records
https://rrs.is/
Útgáfufyrirtæki og dreifingaraðilar
Hljómplötuverslun og útgáfufyrirtæki sem sérhæfir sig í útgáfum íslenskra jazzlistamanna.
Smekkleysa
https://smekkleysa.net/
Útgáfufyrirtæki og dreifingaraðilar
Elsta starfandi hljómplötuútgáfa Íslands. Stofnuð af Sykurmolunum árið 1986 og gefur út fjölbreytta flóru tónlistar.
Möller records
https://www.mollerrecords.com/
Útgáfufyrirtæki og dreifingaraðilar
Framsækið útgáfufyrirtæk sem sérhæfir sig í raftónlist.
Alda Music
https://aldamusic.is/
Útgáfufyrirtæki og dreifingaraðilar
Alda á útgáfuréttinn á stórum hluta af íslenskri tónlist og er þ.a.l. langstærsta útgáfufyrirtæki landsins. Alda var seld til Universal árið 2022.
Why Not - Plötuútgáfa
https://whynotplotur.bandcamp.com/
Útgáfufyrirtæki og dreifingaraðilar
Plötuútgáfa á vegum Ægis Sindra Bjarnasonar sem rekur einnig tónleikastaðinn R6013. Why Not hafa gefið út stóran hluta íslensku grasrótarsenunnar.
LHÍ - Listaháskóli Íslands
https://www.lhi.is/
Tónlistarskólar
Listaháskólinn er skóli allra listgreina. Hann er einstakur á alþjóðavísu að því leyti að námsframboð er afar fjölbreytt en nemendur eru hlutfallslega fáir í samhengi við námsframboð. Listaháskólinn er eini háskólinn á fræðasviði lista á Íslandi og hefur því víðtæku hlutverki að gegna gagnvart landsmönnum.
MÍT - Menntaskólinn í tónlist
https://menton.is/
Tónlistarskólar
MÍT er framhaldsskóli í tónlist sem tók til starfa árið 2017. Boðið er upp á nám í bæði rytmískri tónlist (jazz, popp og rokktónlist) og klassískri tónlist.
UNM - Ung Nordisk Musik
https://ungnordiskmusik.is/
Tónlistarhátíðir
Ung Nordisk Musik (UNM) er árleg hátíð sem kynnir yngstu kynslóð norrænna tónskálda og hljóðlistafólks. Hátíðin er haldin til skiptis í hverju af Norðurlöndunum. Auk þess að sýna verk sín á hátíðinni gefst listafólkinu tækifæri til að deila reynslu og mynda tengsl þvert á landamæri.
Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum
https://www.ki.is/adildarfelog/felag-kennara-og-stjornenda-i-tonlistarskolum/
Samtök
Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) var stofnað 21. nóvember 1982 og er í dag eitt af sjö aðildarfélögum KÍ. Félagsfólk er um 500 og starfar það í um 80 tónlistarskólum um land allt.
BÍT - Bandalag íslenskra tónleikahaldara
https://tonleikahaldarar.is/
Samtök
Bandalag íslenskra tónleikahaldara (BÍT) eru hagsmunasamtök fyrirtækja og einstaklinga sem sem starfa við tónleikahald á Íslandi. Félagið var formlega stofnað í september 2020, sem viðbrögð við miklum breytingum á tónleikamarkaði í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins.
Samtök tónlistarskólastjóra
https://www.tonlistarskolarnir.is/
Samtök
STS var stofnað árið 1969 sem sameiginlegur vettvangur um fagleg málefni tónlistarskólanna. Samtökin hafa komið fram fyrir hönd skólanna hérlendis og erlendis og starfað með yfirvöldum menntamála að þróun og mótun tónlistarfræðslunnar í landinu.
TKÍ - tónmenntakennarafélag Íslands
https://tonmennt.net/
Samtök
Tilgangur félagsins er að efla tónmenntarnám í grunnskólum landsins og efla tónlistariðkun barna og ungmenna.
Samband íslenskra lúðrasveita
https://www.ludrasveitir.is/
Samtök
SÍL er samtök lúðrasveita á Íslandi og er samráðsvettvangur og stuðlar að auknum samskiptum og samstarfi milli lúðrasveita á Íslandi.
FÍK - Félag íslenskra kórstjóra
https://fik.is/
Samtök
FÍK, Félag íslenskra kórstjóra er fagfélag sem hefur þann tilgang að stuðla að samskiptum, samstarfi og símenntun kórstjóra, auk þess að efla erlend samskipti. Félagið er aðili að Nordisk Korforum sem er félag kórstjóra og kóra á Norðurlöndum.
Gígjan - Samtök íslenskra kvennakóra
http://www.gigjan.is/
Samtök
Markmið sambandsins er að efla starfsemi og samstarf kvennakóra. Einnig að efla samskipti við kvennakóra erlendis og safna og miðla upplýsingum um starfsemi og sögu íslenskra kvennakóra.
Samband blandaðra kóra
https://lbk.is/
Samtök
Samtök blandaðra kóra á Íslandi
Samband íslenskra karlakóra
https://www.sikk.is/
Samtök
Samtök karlakóra á Íslandi
SÍTÓN - Samband íslenskra tónbókaútgefenda
https://www.siton.is/
Samtök
SÍTÓN er hagsmunafélag forleggjara og höfunda útgefinna íslenskra tónbóka svo sem nótna eða kennslugagna og fræðirita í tónlist.
KÍTÓN
https://www.kiton.is/
Samtök
Hlutverk KÍTÓN er að standa vörð um hagsmuni, réttindi, sýnileika og tækifæri kvenna, kynsegin- og trans fólks í íslensku tónlistarsenunni ásamt því að stuðla að samstöðu, valdeflingu og tengslum þeirra í tónlist á Íslandi.
FHF - Félag hljómplötuframleiðenda
https://fhf.is/
Samtök
FHF eru hagsmunasamtök fyrirtækja í hljómplötuútgáfu á Íslandi. Tilgangur samtakanna er að beita sér í hagsmunamálum aðildarfyrirtækjanna, standa vörð um réttindi þeirra og bæta skilyrði þeirra bæði hvað markaðsskilyrði og aukin réttindi varðar.
FÍT - Félag íslenskra tónlistarmanna
http://fiston.is/
Samtök
FÍT var stofnað árið 1940 og er fagfélag íslenskra tónlistarmanna, einleikara, einsöngvara og stjórnenda. Félagið er núna rekið sem deild innan FÍH
FÍH - Félag íslenskra hljómlistamanna
https://www.fih.is/
Samtök
FÍH er stéttarfélag flytjenda á Íslandi. Frá stofnun félagsins árið 1932 hefur það verið málsvari atvinnuhljómlistarmanna og tónlistarkennara og gætt hagsmuna þeirra.
FTT - Félag tónskálda og textahöfunda
https://www.ftt.is/
Samtök
Félag tónskálda og textahöfunda (FTT) er fagfélag tónskálda og textahöfunda, stofnað formlega árið 1983. FTT vinnur að því að vernda höfundarrétt, efla flutning og útbreiðslu verka félagsmanna og stuðla að samstöðu meðal höfunda. Félagið er aðildarfélag STEFs og gegnir veigamiklu hlutverki í málefnum tónlistarsköpunnar á Íslandi.
Samtónn
https://samtonn.is/
Samtök
Samtónn eru samtök samtaka í tónlist. Tilgangur Samtóns er að vinna að sameiginlegum hagsmunum og styrkja stöðu höfunda, flytjenda, framleiðenda og annarra rétthafa að tónlist. Samtónn kemur fram sameiginlega fyrir hönd íslenskra rétthafa að tónlist.
SFH - Samtök flytjenda og hljómplötuframleiðenda
https://sfh.is/
Samtök
SFH eru innheimtusamtök tónlistarflytjenda og hljómplötuframleiðenda. Tilgangur sambandsins er að gæta réttar flytjenda og útgefenda til þóknunar fyrir afnot af hljóðritum vegna spilunar á opinberum vettvangi.
STEF
https://stef.is/
Samtök
STEF eru höfundaréttarsamtök. Hlutverk STEFs er að varðveita og efla höfundarétt á sviði tónlistar. Fyrir hönd rétthafa innheimtir STEF gjöld fyrir notkun tónlistar sem flutt er opinberlega.
TÍ - Tónskáldafélag Íslands
https://www.tonskaldafelag.is/
Samtök
Tónskáldafélag Íslands er fagfélag tónskálda og hljóðlistafólks og vinnur að því að efla sköpun, verja höfundarétt og sýnileika íslenskrar tónlistar. Það stendur einnig fyrir tónlistarhátíðunum Myrkum músíkdögum og Norrænum músíkdögum.
Reykjavík Orchestra
https://orkestra.is/
Kórar og hljóðfærahópar
Reykjavík Orkestra er íslensk hljómsveit í heimsklassa með aðstöðu í Hörpu. Sveitin sérhæfir sig í upptökum fyrir kvikmyndir og hefur til þess aðstöðu í þremur sérhönnuðum sölum Hörpu.
SinfoniaNord
https://www.sinfonianord.is/
Kórar og hljóðfærahópar
SinfoniaNord er sinfónísk hljómsveit á Akureyri sem sérhæfir sig í upptökum fyrir kvikmyndir, sjónvarp og tölvuleiki. Verkefnið var stofnað árið 2014 og sameinar framúrskarandi tónlistarfólk, tengslanet og fyrsta flokks aðstöðu.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
https://www.mak.is/is/sinfoniuhljomsveit-nordurlands
Kórar og hljóðfærahópar
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er verkefnadrifin hljómsveit með aðsetur á Akureyri. Hún var stofnuð árið 1993 og hefur skapað sér sterka stöðu með áherslu á bæði klassíska tónlist og frumflutning nýrrar íslenskrar sinfóníutónlistar.
Sinfóníuhljómsveit Íslands
https://www.sinfonia.is/
Kórar og hljóðfærahópar
Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð vorið 1950 og hefur um árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum. Hljómsveitin hefur fengið afbragðs dóma jafnt fyrir hljóðritanir sínar sem og tónleika heima og erlendis.
Elja kammersveit
https://www.eljaensemble.com/
Kórar og hljóðfærahópar
Elja er kammersveit ungs íslensks tónlistarfólks sem leggur áherslu á kraftmikinn og lifandi flutning með nánd við áhorfendur.
Barokkbandið Brák
https://www.barokkbandid-brak.com/
Kórar og hljóðfærahópar
Barokkbandið Brák er íslenskur hljómsveitarhópur sem sérhæfir sig í upprunaflutningi barokktónlistar og hefur fest sig í sessi sem einn helsti flytjandi slíkrar tónlistar á Íslandi.
Kammeróperan
https://www.kammeroperan.is/
Kórar og hljóðfærahópar
Kammeróperan er ungt tónlistarfélag sem vinnur að því að gera óperu aðgengilegri og óformlegri fyrir breiðari áhorfendahóp á Íslandi.
Nordic Affect
https://nordicaffect.com/
Kórar og hljóðfærahópar
Nordic Affect er íslenskur kammerhópur sem sameinar forn hljóðfæri, samtímatónlist og tilraunakennda sýn á tónlistarflutning. Hópurinn var stofnaður árið 2005 og hefur skapað sér sérstöðu með því að tengja tónlist frá 17. og 18. öld við ný tónverk og listrænt samstarf þvert á miðla.
Cauda Collective
https://www.caudacollective.com/
Kórar og hljóðfærahópar
Cauda Collective er kammerhópur sem leitar nýrra leiða í tónlistarflutningi. Hópurinn vinnur þvert á miðla, sameinar flutning og tónsmíðar og túlkar tónlist í samtali við samtímann.
Schola Cantorum
http://www.scholacantorum.is/
Kórar og hljóðfærahópar
Kammerkórinn Schola Cantorum hefur í rúmlega tvo áratugi verið meðal öflugustu kóra landsins undir stjórn Harðar Áskelssonar. Kórinn leggur sérstaka áherslu á tónlist frá 20. og 21. öld og hefur frumflutt fjölda verka eftir íslensk og erlend tónskáld.
Cantoque Ensemble
https://www.cantoque-ensemble.com/
Kórar og hljóðfærahópar
Cantoque Ensemble er atvinnusönghópur skipaður 8–12 af fremstu söngvurum landsins á sviði óperu, snemmtónlistar og samtímatónlistar.
Kammersveit Reykjavíkur
https://kammersveit.is/
Kórar og hljóðfærahópar
Kammersveit Reykjavíkur er ein elsta starfandi kammersveit landsins og hefur verið virkur þátttakandi í íslensku tónlistarlífi frá stofnun árið 1974.
Caput Ensemble
https://www.caput.is/
Kórar og hljóðfærahópar
Caput Ensemble er kraftmikil tónlistarhópur sem hefur verið í fararbroddi samtímatónlistar á Íslandi frá stofnun árið 1987. Hópurinn leggur sérstaka áherslu á nýja íslenska og norræna tónlist, en hefur einnig flutt og frumflutt verk tónskálda hvaðanæva að úr heiminum.
Seigla
https://seiglafestival.com/
Tónlistarhátíðir
Seigla er kammertónlistarhátíð í Hörpu sem býður upp á fjölbreytta viðburði þar sem hið hefðbundna tónleikaform er brotið upp. Hátíðin fer fram árlega aðra helgina í ágúst.
WindWorks í Norðri
https://www.windworksfest.com
Tónlistarhátíðir
WindWorks í Norðri er eina tónlistarhátíðin í Evrópu sem er eingöngu helguð blásturshljóðfærum.
Aldrei fór ég suður
https://www.aldrei.is
Tónlistarhátíðir
Aldrei fór ég suður er tónlistarhátíð sem haldin er á Ísafirði alla páska.
Kona Forntónlistarhátíð
https://www.facebook.com/reykjavikbarokk
Tónlistarhátíðir
Markmið hátíðarinnar er að vekja athygli á tónsmíðum fornra kventónskálda og listsköpun kvenna.
Eyrarrokk
https://www.facebook.com/eyrarrokk
Tónlistarhátíðir
Eyrarrokk hefur það að markmiði að auðga menningarlíf Akureyrar með tónleikum þar sem saman koma hljómsveitir með tónlistarstefnur sem annars spila lítið á svæðinu.
Reykjadoom
https://www.reykjadoom.com/INFO
Tónlistarhátíðir
Reykjadoom er árleg þungarokkshátíð hátíð sem haldin er í Reykjavik.
Berjadagar
https://berjadagar.is/
Tónlistarhátíðir
Berjadagar er árleg tónlistarhátíð sem hefur fest sig í sessi sem ein af stoðum menningarflóru Norðurlands.
Hammond hátíð Djúpavogs
http://hammond.djupivogur.is/
Tónlistarhátíðir
Hammond hátíð Djúpavogs er fjögurra daga tónlistarhátíð sem hefur það að markmiði að fá íslenskt tónlistarfólk til að flytja sína tónlist og heiðra Hammondorgelið um leið.
BIG BANG
https://www.bigbangfestival.eu/en/reykjavik
Tónlistarhátíðir
BIG BANG er evrópsk tónlistarhátíð fyrir unga áheyrendur sem fá að upplifa fjölbreytta og metnaðarfulla efnisskrá er samanstendur af tónleikum, innsetningum og tónlistartengdum smiðjum undir handleiðslu fagfólks í tónlist.
ErkiTíð
https://www.erkitid.is/
Tónlistarhátíðir
ErkiTíð er árleg hátíð í Reykjavík sem sameinar tónlist, tækni og nýsköpun á óvenjulegan og tilraunakenndan hátt.
Hátíðni
https://www.instagram.com/hatidnifestival
Tónlistarhátíðir
HÁTÍÐNI er árlegur vettvangur og griðastaður hinnar öflugu grasrótarstarfsemi ungmenna á Íslandi.
Reykjavík Early Music Festival
https://reykjavikearly.is/
Tónlistarhátíðir
Reykjavík Early Music Festival er árleg alþjóðleg barokkhátíð sem fer fram í Hörpu. Hátíðin leggur áherslu á upprunaflutning barokktónlistar og sameinar íslenskt og erlent tónlistarfólk á fjölbreyttri og metnaðarfullri dagskrá.
Andkristni
https://www.facebook.com/Andkristni/
Tónlistarhátíðir
Andkristnihátíð er þungarokkshátíð sem haldin er í Reykjavík í desember.
Reykjavík Death Fest
https://deathfest.is/
Tónlistarhátíðir
Reykjavík Deathfest er árleg þungarokkshátíð sem haldin í hjarta borgarinnar. Hátíðin sameinar íslenska og alþjóðlega hljómsveitir, og dregur til sín aðdáeendur öfgarokks hvaðanæva.
Sumartónleikar í Skálholti
https://www.sumartonleikar.is/
Tónlistarhátíðir
Sumartónleikar í Skálholti hafa verið starfandi frá árinu 1975 og staðið fyrir tónleikahaldi í Skálholtskirkju í 5 – 6 vikur á hverju sumri.
Innipúkinn
https://www.facebook.com/Innipukinnfestival
Tónlistarhátíðir
Innipúkinn er tónlistarhátíð sem haldin er ár hvert í Reykjavík yfir verslunarmannahelgina, oftast í og við miðbæinn.
Tákn Tónlistarmiðstöðvar