Iceland Airwaves

Iceland Airwaves þarf vart að kynna fyrir Íslendingum. Síðan hátíðin var stofnuð árið 1999 hefur hún orðið að eins konar árshátíð íslenskrar tónlistar og dregur árlega til sín þúsundir gesta hvaðanæva úr heiminum. Ásamt tónlistarunnendum koma helstu tónlistarmiðlar, bókarar, útgáfur og umboðsmenn reglulega á hátíðina til að kynna sér íslenskt tónlistarlíf.

Á síðustu árum hefur IA ráðstefnan einnig fest sig í sessi sem ein af áhugaverðustu tónlistarráðstefnum á heimsvísu og gegnir ráðstefnan gríðar mikilvægu hlutverki sem tengslamyndunarviðburður fyrir íslenskt tónlistarlíf. Tónlistarmiðstöð kemur að skipulagningu og framkvæmd IA ráðstefnunnar í nánu samstarfi við Iceland Airwaves og Tónlistarborgina Reykjavík. Að auki komum við að alþjóðlegu kynningarstarfi í samstarfi við almannatengslaskrifstofur Iceland Airwaves og Íslandsstofu.

Tákn Tónlistarmiðstöðvar