Tónlistarmiðstöð hefur það hlutverk að tryggja varðveislu og miðlun íslenskra tónverka. Í nótnaveitu miðstöðvarinnar eru á skrá rúmlega 11 þúsund verk eftir íslensk tónskáld sem veitan gerir aðgengileg til leigu og sölu. Með þessu stuðlar Tónlistarmistöð að því að menningararfur íslenskrar tónlistar sé verndaður og hans notið, bæði af tónlistarfólki og almenningi, hér á landi og erlendis.