Tónlistarmiðstöð, í samstarfi við Íslandsstofu, stendur iðulega fyrir móttöku erlendra blaðamanna og fagaðila í tengslum við íslenskar tónlistarhátíðir. Markmiðið er að efla alþjóðlega umfjöllun um íslenskt tónlistarlíf og skapa ný tengsl sem auka sýnileika þess á heimsvísu. Hingað til hefur þetta helst verið gert í tengslum við Iceland Airwaves, Reykjavík Jazz Festival og Myrka músíkdaga, en árið 2025 var settur á laggirnar Hátíðapottur Tónlistarmiðstöðvar og Íslandsstofu, sem gerir öðrum hátíðum kleift að taka þátt í sambærilegu samstarfi.
Hátíðapotturinn veitir íslenskum tónlistarhátíðum stuðning til að taka á móti erlendum blaðamönnum, listrænum stjórnendum eða öðrum lykilaðilum úr tónlistargeiranum. Með því er stuðlað að auknum alþjóðlegum sýnileika, sterkari tengslum og nýjum tækifærum fyrir íslenskt tónlistarlíf.