Með allt á hreinu

Með allt á hreinu er fræðsluviðburðaröð á vegum Tónlistarmiðstöðvar sem miðar að því að hjálpa tónlistarfólki að einfalda verkferla í eigin rekstri, fá betri yfirsýn og skýrari mynd af útgáfu og kynningu tónlistar á Íslandi. Viðburðirnir samanstanda af kynningum, fyrirlestrum og pallborðum þar sem reynslumikið tónlistarfólk og fagfólk úr greininni deilir þekkingu sinni og svarar spurningum.

Með allt á hreinu er sérstaklega hugsað fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í tónlistargeiranum, en viðburðirnir eru jafnframt opnir öllum sem vilja fræðast meira um starfshætti og möguleika innan íslensks tónlistarlífs.

Tákn Tónlistarmiðstöðvar