Tilbúin til útflutnings

Tónlistarmiðstöð styður við útflutning íslenskrar tónlistar á margvíslegan hátt en til þess að verkefni teljist stuðningshæf útflutningsverkefni þurfa þau að uppfylla ákveðin skilyrði:

Er verkefnið tilbúið til útflutnings?(e. Export ready)

  • Tónlist verkefnisins þarf að vera aðgengileg almenningi og á öllum helstu miðlum og streymisveitum (t.d. Spotify og Apple Music), miðað er við að nýjasta efnið sé ekki eldra en 5 ára.
  • Æskilegt er að verkefnið búi yfir reynslu af lifandi flutningi.
  • Verkefnið skal hafa mótað sér áherslur í markaðssókn. Eins er æskilegt að verkefnið búi yfir einhverri umgjörð; sé í samvinnu við umboðsmenn, útgáfufélög, tónleikabókara eða aðra alþjóðlega samstarfsaðila.
  • Kynningarefni, t.a.m. ljósmyndir, tónlist og vefsíða, skal vera aðgengilegt á netinu. Sama á við um viðveru á samfélagsmiðlum, þar sem slíkt á við.

Til að uppfylla skilyrði sem  „íslenskt tónlistarfólk“, þarf viðkomandi að:

  • Hafa búið á Íslandi lengur en eitt ár.
  • Hafa íslenskan ríkisborgararétt  EÐA vera búsett á Íslandi.
  • Verkefni skulu jafnframt vera kynnt sem íslensk eða íslensk að hluta til.
Tákn Tónlistarmiðstöðvar