Tónaflakk

Tónaflakk er fræðsluviðburðaröð sem Tónlistarmiðstöð heldur víðsvegar um landið. Þar kynnum við starfsemi miðstöðvarinnar og þá þjónustu og stuðning sem tónlistarfólk og aðrir sem starfa í íslenskum tónlistargeira geta sótt til okkar.

Á viðburðunum er fjallað um helstu verkefni Tónlistarmiðstöðvar, nýjan og efldan Tónlistarsjóð og þá styrki sem hann veitir, auk endurgreiðslukerfis vegna hljóðritunar á Íslandi. Markmiðið er að veita hagnýtar upplýsingar, stuðning og verkfæri sem styrkja íslenskt tónlistarlíf og auka tækifæri listafólks bæði heima og erlendis.

Tákn Tónlistarmiðstöðvar