Tónlistarráðgjafi vinnur fyrir framleiðslufyrirtækið sem stendur að baki kvikmynd, sjónvarpsþætti, auglýsingu eða öðru myndefni – og ber ábyrgð á því að finna og tryggja rétt tónlist fyrir verkið. Ráðgjafinn vinnur náið með leikstjórum og framleiðendum að því að styðja frásögn og stemningu með tónlist, bæði fyrirliggjandi og frumsaminni.
Tónlistarráðgjafar sjá einnig um að semja við rétthafa – t.d. tónlistarforleggjara, útgefendur eða listafólk – til að tryggja öll nauðsynleg leyfi. Hlutverkið felur því í sér bæði listræna og lagalega ábyrgð.Sökum gríðarlegrar aukningar á framleiðslu sjónvarpsefnis á undanförnum árum er tónlist í myndrænu samhengi orðin ein að mikilvægustu tekjulindum tónlistarfólks í dag.
Það er mikilvægt að gera greinarmun á tónlistarráðgjöfum og tónlistarforleggjurum:
- Tónlistarráðgjafar vinna fyrir framleiðandann og velja tónlist út frá þörfum verkefnisins.
- Tónlistarforleggjarar og aðrir rétthafar sjá hins vegar um að kynna tónlistina og gera hana aðgengilega fyrir tónlistarráðgjafa – og vinna þannig fyrir hönd tónskálda og höfunda.
Eins og annars staðar er töluverð skörun á milli þessara hlutverka á Íslandi. Forleggjarar eins og Colm O’Herlihy hjá INNI og Inga Weishappel hjá Wise Music sinna oft einnig hlutverki tónlistarráðgjafa.