Bransakjaftæði: „Við vorum settir í sprinter og keyrðir um Bandaríkin í 9 mánuði“ segir Rubin Pollock, gítarleikari Kaleo
Fyrsti þáttur nýrrar seríu Bransakjaftæðis er kominn út á allar helstu streymisveitur! Sigtryggur Baldursson spjallar við Rubin Pollock gítarleikara Kaleo um tónlistarferil hans, allt frá fyrstu skrefum í úthverfum Reykjavíkur til risatúra í Bandaríkjunum. Bransakjaftæði eru hlaðvarpsþættir sem fjalla um tónlistarbransann og alla hans króka og kima.