
Úthlutunarnefndir Tónlistarsjóðs hafa lokið vinnu vegna fyrri úthlutunar 2026.
Í sjóðinn bárust alls 342 umsóknir og var heildarupphæð styrkumsókna 538.327.318 kr. Til úthlutunar voru 91.645.000 kr. sem veitt var til samtals 80 verkefna sem skiptast svo á milli fjögurra deilda sjóðsins.
184 umsóknir sóttu um alls 242.742.198 kr. Alls er 32.885.000 kr. veitt til 36 verkefna. Hæstu verkefnastyrkina eða 2 m.kr. hvorar fá tónlistarkonurnar Emilíana Torrini og Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir (Lay Low.) Þá hljóta Árni Vilhjálmsson og Dagur Kristinn Sigurðsson Björnsson 1,7 m.kr. í styrk hvor.
Árangurshlutfall umsókna er 20% Af úthlutaðri upphæð renna:
78 umsóknir sóttu um alls 99.785.974 kr. Alls er 20.010.000 kr. úthlutað til 22 verkefna. Marvaða ehf hlýtur hæsta verkefnastyrkinn eða 1,5 m.kr. fyrir tilraunaóperuna LOVE. Sambandið óperukompaní, Sinfóníuhljómsveit Austurlands og Þórunn Guðmundsdóttir hljóta öll verkefnastyrk upp á 1 m.kr.
Árangurshlutfall umsókna er 28%. Af úthlutaðri upphæð renna:
Er það nokkuð í samræmi við hlutfall milli tónlistarstefna sem sóttu um.
Gerðir eru tveir langtímasamningar:
Auk þess eru eftirfarandi verkefni með langtímasamninga í gildi 2026:
Alls bárust 65 umsóknir um samtals 172.918.260 kr.
Úthlutað var 32.300.000 kr. til 17 verkefna.
Hæstu verkefnastyrki, 3 m.kr., hlutu Tales from Iceland ehf. fyrir verkefnið Endurreisn Austurbæjarbíós og Sumartónleikar Skálholtskirkju. Þá hlutu Hannesarholt og Reykjavík Early Music Festival 2 m.kr. í styrk hvort.
Heildarárangurshlutfall umsókna er 26%. Af úthlutaðri upphæð renna:
Gerðir eru þrír langtímasamningar:
Auk þess eru eftirfarandi verkefni eru með langtímasamning í gildi 2026:
Þess ber að geta að viðbótarframlagi frá Reykjavíkurborg var ráðstafað til deildar þróunar og innviða úr Músíksjóði Guðjóns Sigurðssonar, sem stofnaður var samkvæmt erfðaskrá þann 14. júlí 1908 og hefur nú verið slitið.
Heildarupphæð framlagsins nam 11 milljónum króna og var ráðstafað af úthlutunarnefnd til fjögurra verkefna. Viðbótarframlagið er ekki sjálfstæður styrkjaflokkur, heldur viðbót sem tengist tilteknum verkefnum og/eða hluta af fjármögnun ákveðinna langtímasamninga.
Verkefni og samningar sem hlutu viðbótarframlag:
15 umsóknir sóttu um 22.880.886 kr. Úthlutað er 6.450.000 kr. til 5 verkefna. Hæstu styrkina hljóta Ásgeir, Daði Freyr og Elín Hall upp á 1.7 m.kr. hvert.
Árangurshlutfall umsókna er 33%. Af úthlutaðri upphæð renna:
Flestar umsóknir bárust frá verkefnum þar sem forsvarsmaður umsóknar var karl, eða 56% og 40% umsókna voru frá konum. Árangurshlutfall umsókna var 21% hjá körlum og 26% hjá konum.
Flestir styrkir Tónlistarsjóðs að þessu sinni eru veittir til einstaklinga eða 51%, 18% fara til fyrirtækja og aðrir styrkir til félagasamtaka, stofnanna og annarra umsækjenda.
Heildar árangurshlutfall umsókna er 23%. Alls 66% af veittri upphæð fara til verkefna á höfuðborgarsvæðinu, 26% til verkefna annars staðar á landinu og 8% til verkefna sem fara fram erlendis.
Tónlistarstyrkir - Deild frumsköpunar og útgáfu:
Sindri Ástmarsson, formaður
Hafdís Bjarnadóttir
Kristjana Stefánsdóttir
Flytjendastyrkir - Deild lifandi flutnings:
Guðmundur Birgir Halldórsson, formaður
Ása Dýradóttir
Þorbjörg Daphne Hall
Viðskiptastyrkir - Deild innviða og þróunar:
Hildur Kristín Stefánsdóttir, formaður
Freyr Eyjólfsson
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir
Markaðsstyrkir - Deild útflutnings
Sindri Magnússon, formaður
Elíza Geirsdóttir Newman
Melkorka Ólafsdóttir
Elja Kammersveit
Langtímasamningur til tveggja ára
Úthlutuð upphæð: 3.500.000 kr.
Barokkbandið Brák
Langtímasamningur til tveggja ára
Úthlutuð upphæð: 2.500.000 kr.
marvaða ehf.
LOVE
Úthlutuð upphæð: 1.500.000 kr.
Sinfóníuhljómsveit Austurlands
Dichotomies
Úthlutuð upphæð: 1.000.000 kr.
Þórunn Guðmundsdóttir
Sæmundur fróði, ópera
Úthlutuð upphæð: 1.000.000 kr.
Sambandið óperukompaní, félagasamtök
Þunnt skæni á logandi vök - ópera úr íslenskum samtíma
Úthlutuð upphæð: 1.000.000 kr.
Bylgjur í báðar áttir ehf.
Sóljafndægur II - Samtíma tónleikaröð í Fríkirkjunni í Reykjavík
Úthlutuð upphæð: 900.000 kr.
marvaða ehf.
viibra frumflytur nýtt verk eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur
Úthlutuð upphæð: 900.000 kr.
Sölvi Kolbeinsson
Collage - Tónleikaferð um landið
Úthlutuð upphæð: 800.000 kr.
Þorsteinn Eyfjörð Þórarinsson
Harmonic Tremor
Úthlutuð upphæð: 750.000 kr.
Brekvirki ehf.
Brek - Útgáfutónleikar og tónleikaferð
Úthlutuð upphæð: 700.000 kr.
Hjálmar Helgi Ragnarsson
Yerma - leikhústónlist Hjálmars H. Ragnarssonar
Úthlutuð upphæð: 600.000 kr.
Fischersund ehf.
Fischersund Scented Concert
Úthlutuð upphæð: 600.000 kr.
Romain Þór Denuit
Cinde(fucking)rella
Úthlutuð upphæð: 600.000 kr.
Andri Pétur Þrastarson
Ásta X Gosi - tónleikaferð
Úthlutuð upphæð: 500.000 kr.
Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir
Ástin, ástin - Tríó Sól & vinir á Sígildum sunnudögum
Úthlutuð upphæð: 500.000 kr.
Kristín Ýr Jónsdóttir
Spönn collective - þrennir tónleikar
Úthlutuð upphæð: 500.000 kr.
Félag íslenskra tónlistarmanna
Klassík í Salnum
Úthlutuð upphæð: 500.000 kr.
Teitur Magnússon
Supernatural Suburbia tónleikaferð
Úthlutuð upphæð: 500.000 kr.
Tónlistarfélagið Mógil
Mógil og Sölvi Helgason á Listahátið í Reykjavík
Úthlutuð upphæð: 460.000 kr.
Guðmundur Steinn Gunnarsson
Steinalda út í sjoppu
Úthlutuð upphæð: 400.000 kr.
Jóhann Kristinsson
Robert Schumann, Dichterliebe
Úthlutuð upphæð: 300.000 kr.
Dauðaþögn ehf.
Ásgeir - Julia
Úthlutuð upphæð: 1.700.000 kr.
Klapp ehf.
Þriðja breiðskífa Daða Freys
Úthlutuð upphæð: 1.700.000 kr.
Elín Sif Halldórsdóttir
Cinephile – alþjóðleg markaðssetning fyrstu ensku breiðskífu Elínar Hall
Úthlutuð upphæð: 1.700.000 kr.
Valgerður G Halldórsdóttir
GROWL POWER - Björg Brjánsdóttir; heildstæðir tónleikar með verkum Báru Gísladóttur
Úthlutuð upphæð: 900.000 kr.
The Orchid slf.
JFDR Tour of North America
Úthlutuð upphæð: 450.000 kr.
Emilíana Torrini
The creation of Emilíana Torrini's ninth studio album
Úthlutuð upphæð: 2.000.000 kr.
lalala ehf.
Sameiginlegir þræðir - þróun tónverka
Úthlutuð upphæð: 2.000.000 kr.
Árni Vilhjálmsson
Lukewarm
Úthlutuð upphæð: 1.700.000 kr.
Dagur Kristinn Sigurðsson Björnsson
Rista-vél
Úthlutuð upphæð: 1.700.000 kr.
Una Stefánsdóttir
Huldumál
Úthlutuð upphæð: 1.500.000 kr.
Björg Brjánsdóttir
MAGNESIA - einleiksplata
Úthlutuð upphæð: 1.500.000 kr.
Pamela De Sensi Kristbjargardóttir
Icelandic nuances - geisladiskur með 8 nýjum íslenskum verkum fyrir flautu og saxófón.
Úthlutuð upphæð: 1.300.000 kr.
Þórhildur Magnúsdóttir
Tríó Sól - fyrsta plata
Úthlutuð upphæð: 1.200.000 kr.
Andri Pétur Þrastarson
Gosi - Af fjöllum
Úthlutuð upphæð: 1.000.000 kr.
Herdís Stefánsdóttir
SCAM
Úthlutuð upphæð: 1.000.000 kr.
Birgir Steinn Theodórsson
Hljómplatan Agata
Úthlutuð upphæð: 1.000.000 kr.
Kerúb ehf.
Róshildur - Flækja LP
Úthlutuð upphæð: 1.000.000 kr.
Sensory Music slf.
Ný tónlist með Ragnheiði Gröndal
Úthlutuð upphæð: 1.000.000 kr.
Magnús Jóhann ehf.
See Instructions
Úthlutuð upphæð: 1.000.000 kr.
Iceland Sync Management ehf.
Jóhanna Guðrún - EP plata
Úthlutuð upphæð: 1.000.000 kr.
Álfgrímur Aðalsteinsson
Rísandi stjarna
Úthlutuð upphæð: 900.000 kr.
Ingibjörg Fríða Helgadóttir
ÞJÓÐSÖGUKISTAN - ný tónlist fyrir börn og fjölskyldur
Úthlutuð upphæð: 900.000 kr.
Hrafnkell Orri Egilsson
L'amour fou - Fleiri íslensk lög
Úthlutuð upphæð: 900.000 kr.
Jón Frímannsson
Jónfrí - Djúpfalsað efni
Úthlutuð upphæð: 900.000 kr.
RVK Record Shop ehf.
AAIIEENN - Phonetically Ayen
Úthlutuð upphæð: 700.000 kr.
Zoe Ruth Erwin
TÁR
Úthlutuð upphæð: 700.000 kr.
Una Margrét Jónsdóttir
Hljóðfærasaga Íslands 874 til 1900
Úthlutuð upphæð: 700.000 kr.
Funi Berglindarson Gunnarsson
Nútíðarfónía
Úthlutuð upphæð: 700.000 kr.
ErkiTíð, íslensk tónlistarhátíð
ErkiTíð 2025 - útgáfa á streymisveitum
Úthlutuð upphæð: 650.000 kr.
Ingi Bjarni Skúlason
FLUG: Tónlist fyrir trompet og píanó.
Úthlutuð upphæð: 600.000 kr.
María Agnesardóttir
Break a leg EP
Úthlutuð upphæð: 580.000 kr.
Daníel Friðrik Böðvarsson
Daníel Friðrik & Hilmar Jensson - gítardúó
Úthlutuð upphæð: 500.000 kr.
B.G. Bros ehf
Ný plata með SúEllen - 10 ný frumsamin lög tekin upp og gefin út á streymisveitum.
Úthlutuð upphæð: 500.000 kr.
Cantores Islandiae, félagasamtök
Hljóðritun á fyrri aftansöng (vesper I) Þorlákstíða í sögulegum flutningi
Úthlutuð upphæð: 500.000 kr.
Kammerkór Norðurlands
Þrjú ný íslensk kórverk
Úthlutuð upphæð: 500.000 kr.
Haukur Þór Harðarson
Hljóðritun af kammerverkum eftir Hauk Þór Harðarson með Ensemble Mosaik.
Úthlutuð upphæð: 500.000 kr.
Stefán Páll Ívarsson
Einseta í Breiðdalnum til að leggja lokahönd á plötu
Úthlutuð upphæð: 500.000 kr.
Hróðmar Sigurðsson
Tónsmíðar fyrir nýja plötu, vinnutitill "+2"
Úthlutuð upphæð: 500.000 kr.
Róberta Andersen
8 laga breiðskífa - Íslenskar dægurperlur fluttar í búningi nútíma spunatónlistar
Úthlutuð upphæð: 500.000 kr.
Birgir Steinn Stefánsson
Lifandi (vinnuheiti)
Úthlutuð upphæð: 400.000 kr.
Kormákur Jarl Gunnarsson
Útgáfa fyrstu plötu Flesh Machine, The Fool
Úthlutuð upphæð: 355.000 kr.
Jazzhátíð Reykjavíkur
Langtímasamningur til þriggja ára
Úthlutuð upphæð: 4.000.000 kr á ári
Tónlistarhátíðin Seigla
Langtímasamningur til þriggja ára
Úthlutuð upphæð: 2.000.000 kr á ári
Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði
Langtímasamningur til tveggja ára
Úthlutuð upphæð: 3.000.000 kr á ári
Tales from Iceland ehf.
Endurreisn Austurbæjarbíós
Úthlutuð upphæð: 3.000.000 kr.
Sumartónleikar Skálholtskirkju
Frumflutningar, barokk-óperur og barnastarf. Sumartónleikar í Skálholti.
Úthlutuð upphæð: 3.000.000 kr.
Þjóðlagahátíð á Siglufirði
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 1.-5. júlí 2026
Úthlutuð upphæð: 2.500.000 kr.
Hannesarholt ses.
Tónleikahald í Hannesarholti
Úthlutuð upphæð: 2.000.000 kr.
Snemmtónlistarfélagið fta.
Reykjavík Early Music Festival
Úthlutuð upphæð: 2.000.000 kr.
Músik í Mývatnssveit, félag
Músík í Mývatnssveit 2026
Úthlutuð upphæð: 1.500.000 kr.
Múlinn - jazzklúbbur
Tónleikaröð jazzklúbbsins Múlans í tónlistarhúsinu Hörpu
Úthlutuð upphæð: 1.500.000 kr.
Félag Áhugafólks um Íslenska Jaðartónlist
Norðanpaunk 2026
Úthlutuð upphæð: 1.500.000 kr.
Lilja María Ásmundsdóttir
Hverafugl
Úthlutuð upphæð: 1.500.000 kr.
ErkiTíð, íslensk tónlistarhátíð
ErkiTíð - Fjölbreytni
Úthlutuð upphæð: 1.500.000 kr.
Tónlistarfélag Akureyrar
Hvítar Súlur - Vortónleikaröð Tónlistarfélags Akureyrar
Úthlutuð upphæð: 1.000.000 kr.
Blúshátíð í Reykjavík
Blúshátíð í Reykjavík 2026
Úthlutuð upphæð: 1.000.000 kr.
Ung nordisk musik
Tónlistarhátíðin Ung Nordisk Musik 2026
Úthlutuð upphæð: 800.000 kr.
Sophia Luise Kistenmacher
15:15 Tónleikasyrpan
Úthlutuð upphæð: 500.000 kr.