Tækifæri framundan - Hannesarholt, Hamraborg, The Great Escape og fleira

16 January 2026

Nú þegar nýtt ár er gengið í garð rignir inn tækifærum fyrir tónlistarfólk, hvort sem það er til að skapa eitthvað nýtt eða kynna eitthvað eldra. Hér eru helstu umsóknarfrestir sem hafa lent í innhólfi Tónlistarmiðstöðvar síðastliðna vikuna eða svo. 

Við mælum með að öll áhugasöm um slík tækifæri skrái sig á póstlista Tónlistarmiðstöðvar.

Ísland

Íslensku tónlistarverðlaunin

Uppskeruhátíð íslensks tónlistarfólks, Íslensku tónlistarverðlaunin verða haldin í Silfurbergi Hörpu miðvikudagskvöldið 18. Mars.
Nú fer hver að verða síðastur en frestur til að senda inn verkefni af ýmsum toga, úr öllum flokkum tónlistar rennur út á miðnætti föstudaginn 16. Janúar!

Sækið um hér


Hannesarholt

Hannesarholt hefur opnað fyrir umsóknir um tónleikahald á árinu. Þau hvetja öll til að sækja um, allar tónlistarstefnur, unga sem aldna og öll þar á milli!
Tekið verður á móti umsóknum til 15. Febrúar.

Sækið um hér


Hamraborg Festival

Hamraborg Festival auglýsir eftir umsóknum frá skapandi fólki af öllum toga og skorar á okkur öll að taka þátt og afhjúpa leyndardóma Hamraborgar. 
Hátíðin verður haldin í fimmta sinn í lok ágúst og tekur hún á móti umsóknum til 12. febrúar. 

Sækið um hér


Kjarvalsstofa í París

Reykjavíkurborg og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið auglýsa eftir umsóknum um dvöl í Kjarvalsstofu í París á tímabilinu maí 2026 - apríl 2027.

Kjarvalsstofa er stúdíóíbúð / vinnustofa í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame kirkjunni. Rýmið er 40 fm og hluti af alþjóðlegu listamannamiðstöðinni Cité International des arts, sem hýsir yfir 300 listamenn víðs vegar að úr heiminum á hverju ári.

Í umsókn skal tilgreina markmið með dvölinni, hvaða verkefni umsækjandi hyggst vinna að, og hvort það hafi sérstök tengsl við París eða Frakkland í formi tengslamyndunar eða rannsókna.

Tekið verður á móti umsóknum til og með 31. Janúar

Sækið um hér

Faghátíðir

SHARPE


SHARPE er tónlistarhátíð og ráðstefna í Bratislava. Hátíðin leggur áherslu á að kynna nýstárlega og ferska tónlist frá Slóvakíu, Evrópu og víðar. Áttunda útgáfa hátíðarinnar fer fram dagana 24.–25. apríl 2026 í Nová Cvernovka og býður hún uppá yfir 40 tónleika á 4 sviðum. 

Umóknarfrestur til 17. Janúar

Sækið um hér

The Great Escape

The Great Escape (TGE) auglýsir eftir umsóknum frá listafólki sem hefur áhuga á að koma fram á hátíðinni í ár, sem fer fram dagana 13-16. maí. TGE er árleg faghátíð í stransborginni Brighton í Bretlandi og er hún sú stærsta sinnar tegundar þar í landi.

Umsóknarfrestur til 15. Feb 2026

Sækið um hér

SHIP Festval

SHIP Festival í Króatíu hefur opnað fyrir umsóknir. Hátíðin verður haldin í fjórða sinn dagana 10-13. September í miðaldakastalaborginni Šibenik. Þrátt fyrir ungan starfsaldur hefur hátiðin stækkað hratt og er ein af mikilvægustu faghátíðunum í austur-Evrópu. 

Hátíðin hefur ekki auglýst umsókarfrest. 

Sækið um hér

Lestu einnig
Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar