Viltu starfa í tónlistariðnaðinum? Háskólinn á Bifröst og Listaháskóli Íslands kynna nýtt örnám í tónlistarviðskiptum

08 December 2025

Háskólinn á Bifröst og Listaháskóli Íslands bjóða nú upp á nýtt 12 ECTS örnám í tónlistarviðskiptum í fjarnámi. Kennsla fer fram á ensku býður það upp á sveigjanlega lausn bæði fyrir þau sem vilja hefja háskólanám og þau sem starfa nú þegar í tónlistargeiranum og vilja ná sér í aukna þekkingu á sviði tónlistarviðskipta.

Námskeiðið sameinar fræðilega innsýn og hagnýta þekkingu. Þátttakendur fá aðgang að þekkingu og alþjóðlegu tengslaneti sem hjálpar þeim að aðlagast og vaxa í ört breytilegum heimi. Í náminu byggja nemendur upp góða verkfærakistu sem nýtist þeim í áframhaldandi námi og starfi.  

Kennslan nær til þeirra þátta sem taka við þegar sköpunarferlinu lýkur; dreifingu,  markaðssetningu, útgáfustjórnun, menningarstefnu, fjármögnunar, áhorfendaþróun og stafrænnar stefnumótunar.  

Námið veitir góða innsýn fyrir listafólk sem vill gefa út sjálft og líka fyrir þau sem vilja vinna með listafólki, stýra verkefnum, leiða markaðs- eða útgáfustarf, eða skilja betur viðskipta- og rekstrarhlið tónlistar.

Umsóknarfrestur er til 5. janúar 2026. Kennsla hefst svo 6. janúar 2026 og er örnámið kennt í þremur námskeiðum á vorönn 2026.

Frekari upplýsingar>>

Lestu einnig
Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar