Dagana 11.-14. september fór tónlistarhátíðin SHIP fram í strandborginni Šibenik í Króatíu. Þetta þriðja árið sem hátíðin umbreytir þessari sögufrægu miðaldakastalaborg í eina allsherjar tónlistarveislu. Þrátt fyrir ungan aldur fer SHIP ört vaxandi og er strax orðin mikilvæg fag- og uppgötvunarhátíð fyrir evrópska tónlistariðnaðinn.
Leifur Björnsson, sérfræðingur hjá Tónlistarmiðstöð, tók þátt í hátíðinni og sat í pallborði undir yfirskriftinni More Than Miles: Measuring What Matters in Music Export. Þar var fjallað um hvernig best sé að meta árangur útflutningsskrifstofa og báru fulltrúar frá Íslandi, Írlandi, Króatíu og Úkraínu saman bækur sínar.
Með í för voru einnig partísprengjurnar í Inspector Spacetime sem stigu á svið þann 12. september. Hljómsveitin hefur verið á gríðarlegri siglingu undanfarin misseri og virðist slá í gegn hvar sem hún kemur í land – enda ómótstæðilegt band.
Eftir Filip Kovačević