Tónlistarmiðstöð og Fermented friendship á MMVV - Myndir

22 September 2025

Tónlistarhátíðin Mercat de Música Viva de Vic (MMVV) fór fram um síðustu helgi í bænum Vic í Katalóníu. Hátíðin, sem nú var haldin í 37. sinn, hefur áunnið sér sess sem einn af helstu viðburðum tónlistargeirans á svæðinu. Þar koma saman fagaðilar, tónlistarhátíðir og listafólk hvaðanæva að til að tengjast og kynna ný verkefni.

Sigtryggur Baldursson fór á hátíðina fyrir hönd Tónlistarmiðstöðvar og kynnti upptökustuðninginn (endurgreiðslur vegna hljóðritunar) fyrir fagfólki í tónlistariðnaðinum. Með í för voru tónlistarmennirnir Magnús Jóhann og Óskar Guðjónsson, sem kynntu verkefni sitt Fermented Friendship. Þá tóku einnig Iceland Airwaves og Jazzhátíð Reykjavíkur þátt í dagskránni.

Hápunktur íslensku sendinefndarinnar á hátíðinni voru tónleikar Óskars og Magnúsar í hinni stórbrotnu kirkju Església Dels Dolors föstudaginn 19. september. Kaþólskur þungi ævifagurrar kirkjunnar speglaði ljúfsáran og innilegan flutning vinanna og gaf honum nýja vídd - sem myndirnar fanga vel.

Myndir

Eftir Cesc Maymo: 

Lestu einnig
Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar