VAKA þjóðlistahátíð 2025 hefst í dag!

15 September 2025

VAKA þjóðlistahátíð 2025 frem fram í tíunda sinn dagana 15. - 21. september. Hátíðin verður haldin víðsvegur um Kópavog og Reykjavík með fjölbreyttum viðburðum fyrir alla fjölskylduna. Á hátíðinni koma fram fremstu kvæðamenn landsins ásamt þjóðlistarfólki frá Íslandi, Noregi og víðar, og boðið er upp á vinnustofur, erindi og tónleika.

Meginþemað í ár er Danslög Jónasar, Danslög fyrir fiðlu skráð af Jónasi Helgasyni um 1864. Þessi gleymdi tónmenningararfur lítur nú dagsins ljós í nýrri bók ásamt hljóðritum. Útgáfuhóf fer fram föstudaginn 19. september í Bókasafni Kópavogs, og sama kvöld halda íslenskir og norskir listamenn hátíðartónleika í Salnum.

Laugardaginn 20. september fer fram fjölskyldudagskrá í menningarkjarna Kópavogs og þar geta ungir sem aldnir m.a. spreytt sig á gamla íslenska krosssaumnum, kynnst kólumbískum slagverksleik og íslenska langspilinu. 

Á hápunkti hátíðarinnar, Vökupartíinu, ganga gestir inn í stórbrotna matarveislu Krónikunnar í uppábúnum forsal Salarins, hönnuðum af Birni Loka frá Krot&Krass og FÚSK. Þar verður kvöldskemmtun við borðhald áður en dansleikur hefst við undirleik fremstu dansundirleikara Noregs og lýkur kvöldinu á þjóðlagabræðingi í boði DJ Kraftgalla.

Ókeypis er á flesta viðburði hátíðarinnar.

Allar nánari upplýsingar og dagskrá má finna á vakareykjavik.is.

Lestu einnig
Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar