Iceland Airwaves tilkynnir 11 ný íslensk atriði - Bríet, Cyber, Prince of the City...

26 August 2025

Enn heldur áfram að bætast við metnaðarfulla dagskrá Iceland Airwaves hátíðarinnar sem fer fram dagana 4-6 nóvember. Hátíðin tilkynnti á dögunum að tónlistarblöðin Line of Best Fit, Notion og Flaunt taki yfir hvert kvöldið fyrir sig á Listasafni Reykjavíkur. Að auki tilkynnti hátíðin 18 flytjendur til viðbótar, þar af 11 íslenska.

Meðal flytjendanna sem bætast við er alþýðustjarnan Bríet, iðnaðarpoppdúettinn Cyber, dúnmjúku bræðurnir í Prince of the City, sveimhugarokkararnir í Mukka, elektróníski gullsmiðurinn Máni Orrason, hinn innilegi Andervel, raflistarsérfræðingurinn Knackered náttúruperlan Ólöf Arnalds, framtíðarpopparinn Sigrún og uppreisnarseggirnir í Flesh Machine.

Einnig snýr góðvinur hátíðarinnar Bashar Murad aftur á svið, en palestínski listamaðurinn er þekktur fyrir að vefa saman eftirminnilegum popplögum og beittri samfélagslegri gagnrýni.

Frekari upplýsingar og miða má finna hér>>

Íslenskt listafólk sem spilar á Iceland Airwaves 2025:

Ala$$$ka1867 |  Andervel | Ari Árelíus | Bashar Murad | Bríet | Creature Of Habit | CYBER | Daniil | Drengurinn fengurinn |  Elín Hall | Emma | Flesh Machine | Floni | Geðbrigði | gugusar | Hasar | Herra Hnetusmjör | Iðunn Einars | Inki | Izleifur | Jelena Ciric | JFDR | Kári Egils | Knackered | KUSK + Óviti | lúpína | Magnús Jóhann | Máni Orrason | Milkywhale | Mukka |  Ólöf Arnalds | Prince of the City | Retro Stefson | Saint Pete | Sigrún | Snorri Helgason | Spacestation |  Sunna Margrét | superserious | Tófa | Valdimar | ZAMILSKA

Uppgötvaðu listafólkið sem kemur til með að spila á Iceland Airwaves:

Lestu einnig
Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar