Einn, tveir og Airwaves!

Hvar: Tónlistarmiðstöð, Austurstræti 5, 101 Reykjavík
Hvenær: Miðvikudagur, 29. okt @ 17.30-19.00

////////////////////////////////////

Á „Einn, tveir og Airwaves“ fá þátttakendur ráðgjöf um hvernig best sé að nýta sér þau tækifæri sem skapast í tengslum við faghátíðir (e. showcase festivals) á borð við Iceland Airwaves og Bransaveisluna sjálfa. Viðburðurinn er hugsaður fyrir tónlistarfólk sem er að koma fram á hátíðinni eða tengdum viðburðum og samstarfsfólk þeirra.

Faghátíðir gegna lykilhlutverki í alþjóðlegum tónlistariðnaði, og er Iceland Airwaves þar engin undantekning. Hátíðin er árlega sótt af tugum er ekki hundruðum af fulltrúum allra helstu útgáfufyrirtækja, bókara og fleira og er því einn mikilvægasti vettvangur sem íslensku tónlistarfólki býðst til að koma sér á framfæri.

Á „Einn, tveir og Airwaves” gefst gestum tækifæri til að spjalla við aðstandendur hátíðarinnar, fulltrúa íslenska tónlistarbransans og starfsfólk Tónlistarmiðstöðvar um reynslu þeirra og hvernig nýta megi slíka viðburði sem stökkpall fyrir frekari tækifæri. Meðal þátttakenda eru: Sindri Ástmarsson hefur verið hluti af bókunarteymi Iceland Airwaves síðan árið 2018. Áður starfaði hann um árabil sem umboðsmaður og hefur víðtæka reynslu af því að undirbúa hljómsveitir fyrir showcase-hátíðir. Sindri sækir reglulega helstu showcase-hátíðir heims og hefur góða innsýn í hvernig bókarar hugsa, hvað þau eru að leita að og hvernig best er að ná athygli þeirra. Soffía Kristín hefur verið með puttana í öllu sem tengist tónlist frá barnsaldri. Soffía lærði viðskiptafræði við Verzlunarskóla Íslands og bætti síðan við sér B.S. gráðu í Music Business frá Full Sail University í Bandaríkjunum.

Árið 2014 stofnaði hún Iceland Sync Creative ásamt Steinunni Camillu, sem var fyrst og fremst umboðsskrifsstofa fyrir íslenskt tónlistarfólk en er í dag einnig bókunarskrifstofa, útgáfufyrirtæki, forleggjari, tónleikahaldari ofl. Leifur Björnsson er sérfræðingur hjá Tónlistarmiðstöð og teymissttjóri útflutningsteymis miðstöðvarinnar. Hann er reyndur tónlistarmaður, tónskáld og textahöfundur með mikla reynslu af verkefnum í tónlist t.a.m. sem flytjandi og lagahöfundur fyrir verkefnin Klemens Hannigan og Low Roar ásamt því að hafa samið tónlist fyrir tölvuleiki á borð við Death Stranding og þætti á ABC og MTV.

Boðið verður upp á léttar veitingar og notalega stemningu.


Skráning fer fram hér

Dagsetningar
Dagsetning
29 October 2025
 –
Staðsetning
Vefsíða
Aðrir viðburðir
Allir viðburðir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar