Pitch Party hjá INNI

Hvar: INNI, Bergþórugata 55, 101 Reykjavík

Hvenær: föstudaginn 7. nóv // 17:00 - 19:00

////////////////////////////////////

Í samvinnu við tónlistarfyrirtækið INNI of STEF b'y[ur Bransaveisla upp á Pitch Party vinnustofu með teymi af tónlistarráðgjöfum og Sync sérfræðingum sem eru að sækja hátíðina heim. Þátttakendur fá tækifæri til að kynna verk sín fyrir fremstu tónlistarráðgjöfum heims og læra hvað framleiðendur myndefnis sækjast eftir þegar tónlist er valin eða samin fyrir mynd. Hópurinn verður hér á landi í fylgd Lauren Harman sem hefur unnið náið með íslenskum tónlistarfyrirtækjum í áraraðir og skapað íslenskum tónlistarfyrirtækjum gríðarleg tækifæri á alþjóðavísu.

Þátttakendur eru:

Lauren Harman er reynslumikill brautriðjandi á sviði Syncs. Hún hefur starfað með listafólki á borð við Andrew Bird, Beach House, Sufjan Stevens, Grizzly Bear og Justice og skapað skjólstæðingum sínum gríðarlegar tekjur fyrir notkun á tónlist þeirra í myndefni. Lauren starfar einnig náið með fjöldanum öllum af íslensku listafólki og hefur tengst íslensku tólistarsenunni sterkum böndum undanfarin misseri.

Í dag rekur Lauren ráðgjafafyrirtækið Very Well sem byggir á yfir 20 ára reynslu hennar í bransanum. Markmið fyrirtækisins er að ráðleggja fyrirtækjum hvernig best sé að koma til móts við sífellt breytilegar þarfir sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins.

Andy Hamm hefur starfað við tónlistarráðgjöf síðan árið 2014 og hefur meðal annars unnið fyrir One Two Many/ATC, Media Arts Lab, Melted Bodies and Apple. Hann er einnig tónlistarmaður og þar á meðal fyrrverandi meðlimur hljómsveitarinnar Local Natives.

Alex Hackford er umsjónarmaður A&R og Music Affairs hjá Sony Interactive Entertainment. Meðal verkefna hans er að vinna með tölvuleikjaframleiðendum í að móta tónlistarstefnu og ráða tónskáld eða tónlistarfólk til að semja tónlist fyrir fyrstu persónu leikina sem Sony býður uppá. Meðal þeirra leikja má nefna Gran Turismo, Spider Man og MBL.

Kelsey Mitchell hefur unnið til ótal verðlauna fyrir störf sín sem tónlistarráðgjafi fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Hún starfar hjá sjálfstæðu ráðgjafastofunni Ignition Creative og meðal skjólstæðinga hennar eru Universal, Sony, Netflix, Amazon, Hulu, og Disney.

Takmarkað sætaframboð. Umsóknarfrestur er til og með 4. nóvember.

Sækið um hér

Dagsetningar
Dagsetning
7 November 2025
 –
Staðsetning
Vefsíða
Aðrir viðburðir
Allir viðburðir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar