.png)
Tónlistarmiðstöð og Rannsóknasetur skapandi greina, í samstarfi við CCP, boða til opins samtals á Bransaveislu um rekstrarumhverfi tónlistarfólks og tónlistarverkefna.
Viðburðurinn markar fyrsta skrefið í aðgerðaáætlun tónlistarstefnu stjórnvalda, þar sem kveðið er á um að hefja skuli skoðun á rekstrarumhverfi tónlistar á Íslandi og bera það saman við Norðurlönd og önnur lönd þar sem tónlistariðnaður stendur sterkum fótum.
Á viðburðinum kynna fulltrúar úr fræðasamfélaginu og tónlistargeiranum, ásamt erlendum fagaðilum ólíkar nálganir á hvernig skapa megi öflugt rekstrarumhverfi tónlistarverkefna. Í kjölfarið verður opnað fyrir samtal við viðstadda þar sem áhersla er lögð á að safna sjónarmiðum til áframhaldandi vinnu.
Markmiðið er að leggja grunn að sameiginlegri framtíðarsýn og tryggja að rödd þeirra sem koma að rekstri í tónlist verði hluti af mótun og framkvæmd tónlistarstefnu stjórnvalda.
10-10:30: Erindi- Erla Rún Guðmundsdóttir, forstöðukona Rannsóknaseturs skapandi greina- María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar
10:30-11:15: Pallborð - Nick Knowles, umboðsmaður og stofnandi KxKn Management, stýrir umræðum.- Colm O’Herlihy, framkvæmdastjóri Inni Music- Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, tónlistarkona og verkefnastjóri Reykjavík Early Music Festival- Pétur Oddbergur Heimisson, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri Jazzhátíðar í Reykjavík- Rakel Mjöll Leifsdóttir, tónlistarkona og A&R hjá Alda Music
11:15-11:30: Spurt og svarað
CCP býður fundargestum upp á kaffi.
Viðburðurinn fer fram á ensku og honum verður streymt af Facebook.
Vinsamlegast skráið mætingu (á staðinn) hér: https://www.rssg.is/businessenvironmentmusic