Tónlistarmiðstöð starfar í þágu íslenskrar tónlistar og tónlistarfólks sem hefur skapað Íslandi sérstöðu á heimsmælikvarða.

Helsta markmið miðstöðvarinnar er að efla íslenska tónlist bæði hér heima og erlendis.

Okkar hlutverk

Tónlistarmiðstöð er stofnuð með það að markmiði að verða einn af hornsteinum íslensks tónlistarlífs og -iðnaðar.

Tónlistarmiðstöð mun bæði sinna fræðslu og stuðningi við tónlistarfólk og tónlistartengd fyrirtæki, styðja við uppbyggingu tónlistariðnaðarins, kynna íslenska tónlist og tónlistarfólk á erlendri grundu og vera nótnaveita fyrir íslensk tónverk.

Tónlistarmiðstöð mun styðja við uppbyggingu sprota og hlúa að ferli listafólks og verður áhersla lögð á að tryggja fjölbreytni og grósku og að starfsumhverfið verði nútímalegt og hvetjandi fyrir íslenskt tónlistarlíf. Með stofnun Tónlistarmiðstöðvar er stigið stórt skref í áttina að því að veita listgreininni aukið vægi og til að greiða leið íslensks tónlistarfólks, innanlands sem utan.

Hlutverk okkar er að:

  • vera samstarfsvettvangur atvinnulífs, hagsmunasamtaka, menningarstofnana, menntastofnana og stjórnvalda um stefnu og aðgerðir í málefnum tónlistar.
  • hafa umsjón með rekstri og starfsemi Tónlistarsjóðs.
  • stuðla að kynningu, útbreiðslu og sölu á íslenskri tónlist og nótum og starfrækja nótnaveitu fyrir íslensk tónverk.
  • veita tónlistarfólki og fyrirtækjum sem markaðssetja tónlist ráðgjöf og þjónustu, styðja útflutning á tónlist og stuðla að auknum samskiptum og tengslamyndun við erlenda aðila á sviði tónlistar.
  • sinna afmörkuðum verkefnum tengdum rannsóknum og tölfræði um íslenskan tónlistariðnað.
  • styðja varðveislu menningararfleifðar á sviði tónlistar með ráðgjöf, fræðslu og þjónustu.

Starfsfólk

Fréttir

Tákn Tónlistarmiðstöðvar