Finnur Karlsson
Finnur Karlsson er með MMus og viðbótardiplóma í tónsmíðum frá Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn og Listaháskóla Íslands. Hann hefur unnið sem tónskáld, kirkjutónlistarmaður og tónlistarkennari, og hafa verk hans verið flutt af fjölmörgum hópum og hljómsveitum á borð við Cauda Collective, Dönsku útvarpshljómsveitinni, Kammersveit Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Strokkvartettinum Sigga, TAK og Århus Sinfonietta.