Komdu með Tónlistarmiðstöð á WOMEX 2025
.jpg)
Komdu með Tónlistarmiðstöð á WOMEX 2025
22.- 26. október, 2025 í Tampere, Finnlandi
Tónlistarmiðstöð verður með viðveru á WOMEX hátíðinni í september og leitar að tveimur íslenskum fagaðilum í tónlistargeiranum sem vilja taka þátt í ferðinni. Þetta er kjörið tækifæri til að efla tengslanet og kynna sig og sín verkefni á stærstu heimstónlistarhátíð heims.
WOMEX - World Music Expo hefur verið haldin árlega frá 1994 og ferðast hún á milli borga í Evrópu. Í fyrra var hún haldin í Manchester, Englandi og í ár verður hún í Tampere, Finnlandi. Hátíðin er bæði ein helsta heimstónlistarhátíð í Evrópu og ein umfangsmesta fagráðstefna geirans. Á hverju hausti safnast saman 3.000 fagaðilar og listafólk frá meira en 90 löndum til að taka þátt í þessari blómlegu fjölþjóðlegu veislu, sem hefur það að markmiði að styðja við sjálfbæra þróun alþjóðlegs tónlistarumhverfis með áherslu á fjölbreytileika, menningararf og nýsköpun.
Hvað felst í ferðinni?
Þau sem verða fyrir valinu fá ferðastyrk úr Tónlistarsjóði, að hámarki 75.000 kr. á mann, aðgang að hátíð og ráðstefnu, auk boðs á tengslamyndunarviðburði sem Tónlistarmiðstöð stendur að í samstarfi við norrænar miðstöðvar.
Hverjir ættu að sækja um?
Við leitum að fagaðilum sem vinna við íslenska tónlist. Þetta getur verið tónlistarfólk, útgefendur, umboðsfólk, bókarar, tónlistarforleggjarar, festivöl, tónleikahaldarar og þess háttar. Áhersla er lögð á að þátttakendur starfi með verkefni sem er “tilbúið til útflutnings”, sé með skýra alþjóðlega sýn og áhuga á að byggja upp tengsl á evrópskum mörkuðum.
Skráning
Umsóknarfrestur er til 8. ágúst og skráning fer fram hér
Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á: https://www.womex.com/