Með allt á hreinu - fræðsluviðburðir fyrir tónlistarfólk

9
.  
July
 
2025

Með allt á hreinu er ný fræðsluviðburðaröð á vegum Tónlistarmiðstöðvar sem fer af stað í haust. Markmiðið er að hjálpa tónlistarfólki að einfalda verkferla í eigin rekstri, veita yfirsýn, greiða úr flækjum og rifja upp það helsta sem viðkemur útgáfu og kynningu tónlistar á Íslandi.

Viðburðirnir samanstanda af kynningum, fyrirlestrum og pallborðum þar sem reynslumikið tónlistarfólk og fagaðilar úr greininni deila þekkingu sinni og svara spurningum. Með allt á hreinu er ætlað tónlistarfólki og fagaðilum sem eru að stíga sín fyrstu skref í bransanum og öllum öðrum áhugasömum.

Viðburðirnir eru opnir öllum að endurgjaldslausu og fara fram í sal Tónlistarmiðstöðvar, Austurstræti 5, 101 Reykjavík.

Dagskrá Með allt á hreinu:

Þriðjudagur 26. ágúst kl. 17.30–19.00
Styrkir fyrir tónlistarfólk

Signý frá Tónlistarmiðstöð fer yfir helstu styrkjamöguleika fyrir tónlistarfólk, reglur, umsóknarfresti, gagnlegar leiðbeiningar og algeng mistök. 

Þriðjudagur 16. september kl. 17.30–19.00
Hvernig gef ég út tónlist?

Við förum yfir streymisveitur, skráningar, greiðslur, utanumhald og markaðssetningu. Hagnýtt fyrir alla sem hyggja á útgáfu - hvort sem það er sjálfstætt eða með samstarfsaðilum. 

Þriðjudagur 21. október kl. 17.30–19.00
Hvernig kem ég tónlistinni minni á framfæri á Íslandi?

Hvernig hefur maður samband við útvarpsstöðvar og fjölmiðla? Hvað með lagalista, samfélagsmiðla og annað? Hvernig er sniðugast að haga kynningarmálum og hvað skal forðast?  
Forsvarsfólk helstu miðla landsins verður á staðnum og ræðir verklag, ásamt því að reynslumikið fagfólk deilir reynslu sinni. Nánari dagskrá verður kynnt síðar.

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar