Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist samkvæmt Tónlistarlögum og reglum um Tónlistarsjóð.
Sjóðurinn skal stuðla að kynningu á íslensku tónlistarfólki og tónsköpun þeirra hér á landi sem erlendis. Tónlistarsjóður heyrir undir menningar- og viðskiptaráðuneytið og er í umsýslu Tónlistarmiðstöðvar.
Allar fyrirspurnir varðandi tónlistarsjóð →
Umsóknarfrestir fyrir alla styrki Tónlistarsjóðs, nema ferðastyrki, eru í maí og nóvember.
Ferðastyrkir eru veittir annan hvern
mánuð frá og með 1. júní 2024.
Umsóknarfrestir eru fyrir miðnætti aðfaranótt
1. febrúar, 1. apríl, 1. júní, 1. ágúst, 1. október, 1. nóvember (auka úthlutun) og 1. desember.
Styrkir
Tónlistarstyrkir
Veittir úr
deild frumsköpunar og útgáfu
Upphæð verkefnastyrkja:
500.000 kr. - 3.000.000 kr.
Flytjendastyrkir
Veittir úr
deild lifandi flutnings
Upphæð verkefnastyrkja:
250.000 kr. - 3.000.000 kr.
Upphæð langtímasamninga:
1.000.000 kr. - 6.000.000 kr. á ári.
Viðskiptastyrkir
Veittir úr
deild þróunar og innviða
Upphæð verkefnastyrkja:
500.000 kr. - 3.000.000 kr.
Upphæð langtímasamninga:
1.000.000 kr. - 6.000.000 kr. á ári.
Ferðastyrkir
Veittir úr
deild útflutnings
Upphæð styrkja:
50.000 kr. innanlands
75.000 kr. innan Evrópu
100.000 kr. utan Evrópu
Markaðsstyrkir
Veittir úr
deild útflutnings
Upphæð verkefnastyrkja:
500.000 kr. - 2.000.000 kr.
Mælikvarðar
Úthlutunarnefndir meta umsóknir út frá markmiðum og áherslum hverrar deildar og nýta staðlað matsblað út frá eftirfarandi þáttum:
40% Verkefnið
Úthlutunarnefnd metur hvort verkefnið sé vel skilgreint, áhugavert, hvort það stuðli að fjölbreytni, sé faglega unnið og af metnaði.
20% Umsækjandi og aðrir þátttakendur
Úthlutunarnefnd metur hve sannfærandi er að umsækjandi og þátttakendur nái settum markmiðum með tilliti til faglegs og listræns bakgrunns þeirra.
40% Fjárhagsáætlun, kynningar- og markaðsáætlun og verk- og tímaáætlun
Úthlutunarnefnd metur hvort fjárhagsáætlun sé raunsæ og sýni fram á fjárþörf verkefnisins með skýrum hætti.
Úthlutunarnefnd metur hvort kynningar- og markaðsáætlun sé raunhæf og vel rökstudd, m.a. með tilliti til markhópa, markaðssvæða og fjármagns. Einnig þarf að vera skýrt hver ber ábyrgð á markaðs- og kynningarmálum.
Úthlutunarnefnd metur hvort verk- og tímaáætlun sé raunsæ, skýr og í samræmi við aðrar áætlanir.
Umsóknir verða ekki teknar til greina ef lokaskýrslur, eða áfangaskýrslur hafa ekki borist í umsóknarkerfið fyrir verkefni sem fengu styrk árið 2022 eða síðar. Það á við umsóknir úr „gamla“ Tónlistarsjóði og Hljóðritasjóði, en ekki Útflutningssjóði.
Langtímasamningar
í boði fyrir umsóknir um flytjendastyrki og viðskiptastyrki
Aðilar sem sækja um flytjendastyrki og viðskiptastyrki geta sótt um langtímasamninga til tveggja eða þriggja ára.
Athugið að þótt sótt sé um langtímasamning miðast fjárhagsáætlun í umsóknarformi einungis við fyrsta árið. Ítarlegri fjárhagsáætlun fyrir allt tímabilið skal skilað sem viðhengi.
Verk- og tímaáætlun í umsóknarformi ætti hinsvegar að endurspegla tímalengd verkefnis sem sótt er um fyrir. Til að mynda ef sótt er um langtímasamning til tveggja ára þá ætti að fylla út verk- og tímaáætlun fyrir tveggja ára tímabil.
Ef úthlutunarnefnd ákveður að veita ekki langtímasamning er umsóknin tekin til greina fyrir stakan verkefnastyrk og ber úthlutunarnefnd þá að skýra fyrir umsækjanda hvað verið er að styrkja.
Athugið að ef sótt er um langtímastyrk er litið til eftirfarandi þátta eins og við á:
- Er verkefnið mikilvægt fyrir íslenskt tónlistarlíf?
- Styður verkefnið við þróun og uppbyggingu íslenska tónlistargeirans?
- Er faglega unnið að verkefninu og eru uppgjör og skýrslur fyrri verkefna sannfærandi?
- Hafa fyrri styrkir verið vel nýttir?
- Er verkefnið með sjálfbærnistefnu, t.d. varðandi jafnrétti, inngildingu og umhverfismál?
Tilbúin til útflutnings (e. Export ready)
fyrir umsækjendur í deild útflutnings
Við mat á umsóknum í deild útflutnings er litið til eftirfarandi þátta.
Nafn og ímynd til staðar
Mikilvægt er að verkefnið (hljómsveit, tónlistarhópur eða einstaklingur) sem sótt er um fyrir sé með vel skilgreinda ímynd og að það hafi skapað sér listrænt og faglegt orðspor í tónlist.
Aðgengilegt tónlistarsafn
Undir því nafni sem sótt er um er æskilegt að til sé útgefin tónlist á helstu streymisveitum. Ef umsækjandi hefur ekki gefið út mikið af tónlist þarf að fylgja sannfærandi útgáfuáætlun með umsókn, ef við á.
Tónleikareynsla
Þegar sótt er um ferðastyrk vegna tónleikahalds er æskilegt að sýnt sé fram á reynslu af tónlistarflutningi.
Kynningar
Mikilvægt er að vera með sannfærandi markaðsáætlun með skýr útflutningsmarkmið. Litið er til umfjöllunar í erlendum miðlum, sýnileika á samfélagsmiðlum, vefsíðu og hlustunar á streymisveitum.
Teymi og/eða faglegir samstarfsaðilar
Litið er til samstarfs við fagaðila, svo sem umboðsmanna, bókara og kynningarfulltrúa/skrifstofa. Ef samstarf við fagaðila er ekki til staðar eru gerðar strangari kröfur á að tónlistarfólkið sjálft hafi skýra sýn á hver útflutningsmarkmið þess eru og hvernig þeim verður fylgt eftir.
Allar fyrirspurnir varðandi tónlistarsjóð →
Merki Tónlistarsjóðs
Hér má sækja merki Tónlistarsjóðs til að birta í tengslum við styrkt verkefni.