Lokaþáttur hlaðvarpsseríunnar Northern Rising lítur dagsins ljós - Sunna Margrét spjallar við Tim Pogo

16
.  
July
 
2025

Þriðji og síðasti þáttur hlaðvarpsseríunnar Northern Rising er nú kominn út. Þáttaröðin, sem var tekin upp í Iceland Airwaves vikunni í fyrra, fylgir listafólki í gegnum hátíðina og veitir einstaka innsýn í litrík ævintýri þess. Umsjónarmaður þáttarins er Tim Pogo, bandarískur fjölmiðlamaður með áratuga reynslu af útvarpi, sjónvarpi og stafrænni miðlun. Tim hefur verið fastagestur á Airwaves frá árinu 2000 og fjallað um hátíðina fyrir margvíslega miðla.

Í lokaþættinum fylgjum við avantpopplistakonunni Sunnu Margréti á flakki um Reykjavík - með viðkomu í Listasafni Íslands, plötubúðunum 12 Tónum og Reykjavík Records, og í hljóðprufu í Iðnó.

Tónlistarferill Sunnu hófst snemma; aðeins sjö ára hélt hún sinn fyrsta flautukonsert fyrir utan Hagkaup í skiptum fyrir súkkulaði. Síðan þá hefur hún meðal annars verið hluti af hljómsveitinni Bloodgroup, stofnað útgáfufyrirtækið No Salad Records, og komið fram víða um heim sem sólólistakona.

Northern Rising er framleitt af Tónlistarmiðstöð, Record in Iceland og The Reykjavík Grapevine í samstarfi við Tim Pogo.

Hægt er að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum - þar á meðal hér:

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar