Út og suður - Útflutningsnámskeið fyrir Jazztónlistarfólk
10
.
July
2025
.jpg)
📅 Þriðjudagana 12. og 19. ágúst | ⏰ kl. 17:30–19:00 | 📍 Austurstræti 5
Í tilefni af Reykjavík Jazzhátíð, sem fer fram í lok ágúst, býður Tónlistarmiðstöð til tveggja vinnustofa fyrir jazz- og spunatónlistarfólk sem hyggst stefna út fyrir landsteinana.
Vinnustofurnar fara fram í húsnæði Tónlistarmiðstöðvar við Austurstræti 5, dagana 12. og 19. ágúst kl. 17:30–19:00.
Á efnisskrá eru stuttir fyrirlestrar og hagnýt verkefni þar sem verður meðal annars farið yfir þau tækifæri sem viðburðir á borð við Reykjavík Jazzhátíð bjóða upp á og hvernig hægt sé að nýta þau til hins ýtrasta.
Mælst er til þess að þátttakendur sjái sér fært að mæta á báðar vinnustofurnar og komi með fartölvu meðferðis.
Skráning fer fram hér
Nánari dagskrá verður kynnt er nær dregur.