Kynning á endurgreiðslum vegna hljóðritunar
5
.
December
2024
Lögum samkvæmt á tónlistarfólk rétt á að sækja um 25% endurgreiðslu á kostnaði sem verður til við upptökur á tónlist á Íslandi. Markmið laganna er að efla tónlistariðnað á Íslandi en jafnt innlendir sem erlendir aðilar geta sótt um endurgreiðsluna.
Við hjá Tónlistarmiðstöð verðum með kynningu á endurgreiðslukerfinu á skrifstofu okkar, Austurstræti 5, fimmtudaginn 12. desember kl. 16.00. Við hvetjum öll sem koma að upptöku og útgáfu á tónlist að kíkja í heimsókn og kynna sér þessa möguleika.
Strax í kjölfar kynningarinnar verður Jólagleði Tónlistarmiðstöðvar á sama stað. Þar bjóðum við upp á drykki og léttar veitingar.
Hlökkum til að sjá sem flest ykkar!