74 verkefni fá 77 milljónum úthlutað úr Tónlistarsjóði vegna fyrri úthlutunar árið 2025
Úthlutað hefur verið úr öllum deildum Tónlistarsjóðs, en sjóðurinn var stofnaður á árinu sem er að líða á grundvelli Tónlistarlaga sem sett voru í maí á síðasta ári. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn þann 23. september sl. og var umsóknarfrestur þann 1. nóvember. Hlutverk Tónlistarsjóðs er m.a. að efla íslenska tónlist, hljóðritagerð og þróunarstarf í íslenskum tónlistariðnaði með því að veita fjárhagslegan stuðning. Sjóðurinn skal einnig stuðla að kynningu á íslensku tónlistarfólki og tónsköpun þess hér á landi sem erlendis.
Sjóðnum er skipt í fjórar deildir sem allar hafa ólíkar áherslur og er ætlað að útvíkka úthlutanir til verkefna sem styrkja tónlistargeirann á sem breiðustum grunni.
Tónlistarsjóður heyrir undir menningar- og viðskiptaráðuneyti og er í umsýslu Tónlistarmiðstöðvar. Ráðherra skipar sjálfstæðar úthlutunarnefndir fyrir allar fjórar deildir sjóðsins. Þær úthlutunarnefndir meta styrkhæfi umsókna og gera tillögur til ráðherra um afgreiðslu þeirra.
Í sjóðinn bárust alls 424 umsóknir og var heildarupphæð styrkumsókna tæplega 700 milljónir króna. Úthlutað var 77.033.000 kr. sem veitt var til 74 verkefna sem skiptast svo á milli fjögurra deilda sjóðsins:
Frumsköpun og útgáfa - Tónlistarstyrkur
212 umsóknir sóttu um 286.451.578 kr. Úthlutað var 28.215.000 kr. til 30 verkefna. Hæstu verkefnastyrkina, 1,5 m.kr. hlutu Bríet, Celebs, Elín Hall, hist og, Jelena Ciric, Jófríður Ákadóttir, Kári Egilsson, Sara Mjöll Magnúsdóttir og Valdimar.
Árangurshlutfall umsókna var 14%, 10% í sígildri og samtímatónlist, 18% í popp, rokk og indí, 12% í raftónlist og minna í öðrum tónlistarstefnum.
16% úthlutaðrar upphæðar runnu til verkefna í sígildri- og samtímatónlist, 53% til popp, rokk og indí, 16% til raftónlistar og rest til annarra tónlistarstefna.
Lifandi flutningur - Flytjendastyrkur
106 umsóknir sóttu um 143.299.178 kr. Úthlutað var 18.584.000 kr. til 25 verkefna. Barokkbandið Brák og Kammeróperan hlutu hæstu verkefnastyrkina eða 2 m.kr. hvor. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins hlaut 1,5 m.kr. og Ensemble Adapter, Cantoque Ensemble, Sinfóníuhljómsveit Austurlands, Teitur Magnússon og Þórunn Guðmundsdóttir hlutu öll verkefnastyrk upp á 1 m.kr.
Árangurshlutfall umsókna er 24%. 72% úthlutaðrar upphæðar runnu til verkefna í sígildri og samtímatónlist, 8% til popp, rokk og indí, 7% til djass og blús og rest til annarra tónlistarstefna.
Engir nýir langtímasamningar voru veittir í þessari úthlutun en eftirfarandi verkefni eru með langtímasamninga í gildi 2025:
- Nordic Affect - 2,5 m.kr. (2025 -2026)
- Caput - 6 m.kr. (2024-2026)
- Kammersveit Reykjavíkur - 5 m.kr. (2024-2026)
- Cauda Collective 1 m.kr. (2024-2025)
Þróun og innviðir - Viðskiptastyrkur
84 umsóknir sóttu um 237.758.241 kr. Úthlutað var 23.830.000 kr. til 13 verkefna. Hæstu verkefnastyrkina upp á 3 m.kr. hlutu INNI, Jazzhátíð Reykjavíkur og OPIA Community. Þá hlaut Kona forntónlistarhátíð 2,5 m.kr. í styrk.
Heildar árangurshlutfall umsókna er 15%. Alls runnu 33% úthlutaðrar upphæðar til verkefna sem vinna þvert á tónlistarstefnur, 12% til sígildrar og samtímatónlistar og rest til annarra tónlistarstefna.
Engir nýir langtímasamningar voru veittir í þessari úthlutun en eftirfarandi verkefni eru með langtímasamning í gildi 2025:
- Myrkir músíkdagar - 4 m.kr. (2025-2026)
- Óperudagar - 4 m.kr. (2024-2026)
- Sönghátíð í Hafnarborg - 2 m.kr. (2024-2026)
- Reykholtshátíð - 1 m.kr. (2024-2026)
- Bræðslan - 1,5 m.kr. (2024-2026)
- Sumartónleikar í Skálholti - 4 m.kr. (2024-2025)
- Iceland Airwaves - 6 m.kr. (2024-2026)
- Mengi - 3 m.kr. (2024-2025)
Útflutningur - Markaðsstyrkur
22 umsóknir sóttu um 31.610.146 kr. Úthlutað var 6.404.000 kr. til 6 verkefna. Hæstu styrkina hlutu Ólöf Arnalds upp á 2 m.kr. og Árný Margrét upp á 1,5 m.kr. Árangurshlutfall umsókna er 27%. Alls runnu 55% úthlutaðrar upphæðar til verkefna í heims- og þjóðlagatónlist, 25% til popp, rokk og indí og 20% til sígildrar og samtímatónlistar.
Skipting veittra styrkja út frá kyni, landshlutum og tegund umsækjanda
Flestar umsóknir bárust frá verkefnum þar sem forsvarsmaður umsóknar var karl, eða 59,9%, 39,9% umsókna voru frá konum og 0,2% frá kynsegin einstaklingum. Árangurshlutfall var í samræmi við hlutfall umsókna.
Flestir styrkir Tónlistarsjóðs voru veittir til einstaklinga eða 39%, 30% fóru til fyrirtækja og aðrir styrkir til félagasamtaka, stofnanna og annarra umsækjenda.
Heildar árangurshlutfall umsókna var 17%. Flest verkefni sem styrkt eru fara fram á höfuðborgarsvæðinu. Alls 69% af veittri upphæð fara til verkefna þar og er það í samræmi við þær umsóknir sem bárust en árangurshlutfall verkefna á höfuðborgarsvæðinu var 16%. Árangurshlutfall umsókna var hæst 38% á Suðurnesjum og þar eftir 29% á Austurlandi og Vestfjörðum.
Úthlutunarnefndir skipuðu eftirfarandi:
Tónlistarstyrkir - Deild frumsköpunar og útgáfu:
- Sindri Ástmarsson, formaður
- Hafdís Bjarnadóttir
- Kristjana Stefánsdóttir
Flytjendastyrkir - Deild lifandi flutnings:
- Kristín Valsdóttir, formaður
- Guðmundur Birgir Halldórsson
- Elfa Lilja Gísladóttir
Viðskiptastyrkir - Deild innviða og þróunar:
- Arnar Eggert Thoroddsen, formaður
- Freyr Eyjólfsson
- Melkorka Sigríður Magnúsdóttir
Markaðsstyrkir - Deild útflutnings
- Sindri Magnússon, formaður
- Elíza Geirsdóttir Newman
- Melkorka Ólafsdóttir
Listi yfir allar styrkveitingar
Flytjendastyrkir:
Kammeróperan ehf.
Kammeróperan - Starfsárin 2025 - 2026
Úthlutuð upphæð: 2.000.000 kr.
Barokkbandið Brák slf.
Verkefni og starfsemi Barokkbandsins Brákar 2025-2026
Úthlutuð upphæð: 2.000.000 kr.
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins
Starf Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins árið 2025
Úthlutuð upphæð: 1.500.000 kr.
Ensemble Adapter slf.
Tón-leik-hús
Úthlutuð upphæð: 1.000.000 kr.
Kammerkórinn Cantoque
Starfsemi Cantoque Ensemble 2025 til 2027
Úthlutuð upphæð: 1.000.000 kr.
Þórunn Guðmundsdóttir
Hliðarspor
Úthlutuð upphæð: 1.000.000 kr.
Teitur Magnússon
Tónleikaferð til að kynna og fylgja eftir útgáfu plötunnar ASKUR
Úthlutuð upphæð: 1.000.000 kr.
Sinfóníuhljómsveit Austurlands
Vortónleikar-frumflutningur
Úthlutuð upphæð: 1.000.000 kr.
S.L.Á.T.U.R. samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík
Rímnadanshljómsveit S.L.Á.T.U.R.
Úthlutuð upphæð: 905.000 kr.
Sólfinna ehf.
Jón úr Vör fer vestur
Úthlutuð upphæð: 700.000 kr.
Kristín Þóra Haraldsdóttir
Sólstafir
Úthlutuð upphæð: 600.000 kr.
Stefan Sand
Dýrin á Fróni
Úthlutuð upphæð: 500.000 kr.
Bylgjur í báðar áttir ehf.
Sóljafndægur - Samtíma tónleikaröð í Fríkirkjunni í Reykjavík
Úthlutuð upphæð: 500.000 kr.
Aduria ehf.
Íslensk þjóðlög
Úthlutuð upphæð: 500.000 kr.
Philip Michael Barkhudarov
Ritual of Commemoration - Kyrja performs Rachmaninoff's All-Night Vigil (Vespers) in Norðurljós
Úthlutuð upphæð: 500.000 kr.
Steinunn Vala Pálsdóttir
Ventus — Viibra á Myrkum músíkdögum
Úthlutuð upphæð: 500.000 kr.
Hildur ehf.
Myndræn tónleikaferð Hildar um landið
Úthlutuð upphæð: 500.000 kr.
Bryndís Pálsdóttir
Frumflutningur strengjakvartetts og fjögurra nýrra sönglaga eftir Jóhann G. Jóhannsson í Norðurljósum
Úthlutuð upphæð: 500.000 kr.
Töframáttur tónlistar sf.
Töframáttur tónlistar
Úthlutuð upphæð: 500.000 kr.
Sigmar Þór Matthíasson
Tónleikahald til að fylgja eftir þriðju plötu Sigmars Matthíassonar UNEVEN EQUATOR
Úthlutuð upphæð: 400.000 kr.
Eva Þyri Hilmarsdóttir
Tónlist fyrir sálina
Úthlutuð upphæð: 300.000 kr.
Stokkseyrarkirkja
Vetrartónar
Úthlutuð upphæð: 300.000 kr.
Sigrún Jónsdóttir
Monster Milk - Útgáfutónleikar
Úthlutuð upphæð: 300.000 kr.
Björk Níelsdóttir
Bordúnpípur og látúnstrengir - baðstofubarokkstund á Innra-Hólmi 1810
Úthlutuð upphæð: 300.000 kr.
Rósa Guðrún Sveinsdóttir
Útgáfutónleikar Dranga
Úthlutuð upphæð: 279.000 kr.
Tónlistarstyrkir
S&J slf.
Jelena Ciric - Breiðskífa „Til fyrirmyndar“
Úthlutuð upphæð: 1.500.000 kr.
Jófríður Ákadóttir
Fjórða plata JFDRÚthlutuð upphæð: 1.500.000 kr.
Mt. Eliassen slf.
Fjórða hljómplata hist og - frá nótnablaði til plötubúðar
Úthlutuð upphæð: 1.500.000 kr.
Iceland Sync Management ehf.
BRÍET - Maybe Someday EP
Úthlutuð upphæð: 1.500.000 kr.
Kári Egilsson
Þriðja poppplata Kára Egilssonar
Úthlutuð upphæð: 1.500.000 kr.
Og stemning ehf.
Celebs - Upptökur og vinnsla á plötu
Úthlutuð upphæð: 1.500.000 kr.
Sara Mjöll Magnúsdóttir
Fyrsta plata Hammond kvartetts Söru Magnúsdóttur
Úthlutuð upphæð: 1.500.000 kr.
Elín Sif Halldórsdóttir
Elín Hall - Þriðja breiðskífa
Úthlutuð upphæð: 1.500.000 kr.
GIMP Group sf.
Valdimar plata 5
Úthlutuð upphæð: 1.500.000 kr.
Kristinn Þór Óskarsson
Önnur breiðskífa Superserious
Úthlutuð upphæð: 1.200.000 kr.
AF Music ehf.
„Ég hugsa verkefnið sem einhverskonar sjálfsmynd“
Úthlutuð upphæð: 1.000.000 kr.
Þórður Magnússon
Þórður Magnússon, Solo Piano Works: Domenico Codispoti
Úthlutuð upphæð: 1.000.000 kr.
Arnar Ingi Ingason
Digital Ísland
Úthlutuð upphæð: 1.000.000 kr.
Tómas Jónsson
Útgáfa hljómplötunnar Tómas Jónsson 2
Úthlutuð upphæð: 850.000 kr.
Kór Breiðholtskirkju
Fornir íslenskir jólasöngvar, hljóðritun til útgáfu
Úthlutuð upphæð: 800.000 kr.
Eiríkur Rafn Stefánsson
Jólaplata með Sölku Sól og Stórsveit Reykjavíkur
Úthlutuð upphæð: 750.000 kr.
Eyþór Ingi Jónsson
Upptaka á orgelplötu
Úthlutuð upphæð: 750.000 kr.
Þuríður Jónsdóttir
Herbergi Lívíu
Úthlutuð upphæð: 750.000 kr.
Áki Ásgeirsson
Rímnadans - Ný tónlist
Úthlutuð upphæð: 750.000 kr.
Kammerkórinn Huldur
Heyrði eg í hamrinum
Úthlutuð upphæð: 750.000 kr.
Breki Hrafn Ómarsson
Emma
Úthlutuð upphæð: 750.000 kr.
Þórdís Gerður Jónsdóttir
Ljóð
Úthlutuð upphæð: 645.000 kr.
Örn Gauti Jóhannsson
Hasar Breiðskífa
Úthlutuð upphæð: 600.000 kr.
Austuróp - listhópur Fljótsdalshéraðs
Couples therapy
Úthlutuð upphæð: 600.000 kr.
Egill Logi Jónasson
Strákurinn fákurinn - Upptaka á plötu
Úthlutuð upphæð: 560.000 kr.
INSPECTOR ehf.
Party at My House
Úthlutuð upphæð: 500.000 kr.
Katrín Helga Ólafsdóttir
arfi EP plata
Úthlutuð upphæð: 460.000 kr.
Gyða Valtýsdóttir
MISSIR
Úthlutuð upphæð: 350.000 kr.
Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir
Creation and recording of slóra´s next release
Úthlutuð upphæð: 350.000 kr.
Oddur Blöndal
Upptökur á fyrstu breiðskífu Forsmán
Úthlutuð upphæð: 300.000 kr.
Viðskiptastyrkir
Jazzhátíð Reykjavíkur
Jazzhátíð Reykjavíkur 2025-2027
Úthlutuð upphæð: 3.000.000 kr.
OPIA ehf.
Áframhaldandi uppbygging OPIA Community
Úthlutuð upphæð: 3.000.000 kr.
INNI Music ehf.
INNI LEIÐIR Composer & Producer Programme: Building an Infrastructure for Emerging Icelandic Artists
Úthlutuð upphæð: 3.000.000 kr.
Kammerhópurinn Reykjavík-Barokk
Kona forntónlistarhátíð - Frumkvöðlar
Úthlutuð upphæð: 2.500.000 kr.
Glapræði ehf.
Sátan 2025
Úthlutuð upphæð: 2.030.000 kr.
Þjóðlagahátíð á Siglufirði
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 2.-6. júlí 2025
Úthlutuð upphæð: 2.000.000 kr.
Ekkert stress ehf.
Extreme Chill Festival 2025
Úthlutuð upphæð: 2.000.000 kr.
MBS Skífur ehf.
Mannfólkið breytist í slím 2025
Úthlutuð upphæð: 1.600.000 kr.
Dillon ehf.
Nýbylgja á Dillon
Úthlutuð upphæð: 1.000.000 kr.
Hallgrímssókn
Tónlistarstarf í Hallgrímskirkju
Úthlutuð upphæð: 1.000.000 kr.
Prikið ehf.
ENNÞÁ GAMAN
Úthlutuð upphæð: 1.000.000 kr.
Flateyrarvagninn ehf.
Tónleikadagskrá Vagnsins 2025
Úthlutuð upphæð: 1.000.000 kr.
Bláa Kirkjan sumartónleikar
Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar 2025
Úthlutuð upphæð: 1.000.000 kr.
Markaðsstyrkir
Ólöf Helga Arnalds
Efnissköpun og markaðssetning á plötunni Spíru
Úthlutuð upphæð: 2.000.000 kr.
Árný Margrét Sævarsdóttir
Arny Margret - I Miss You, I Do
Úthlutuð upphæð: 1.500.000 kr.
Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson
Kaktus Einarsson - Lobster Coda Extended Album & EU/UK Tour
Úthlutuð upphæð: 1.000.000 kr.
Valgerður G Halldórsdóttir
NÁND
Úthlutuð upphæð: 750.000 kr.
Nína Solveig Andersen
Markaðssetning lúpínu í Bandaríkjunum 2025
Úthlutuð upphæð: 600.000 kr.
Herdís Anna Jónasdóttir
Kynning á útgáfu verksins Kafka Fragmente eftir György Kurtág
Úthlutuð upphæð: 554.000 kr.