Vetrarsól - Nótnasafn

09 October 2025

Í tilefni útgáfu plötunnar Vetrarsól með indí-fólkshljómsveitinni Árstíðum hefur Nótnaveita Tónlistarmiðstöðvar tekið saman nótnasafn með lögunum sem heyra má á plötunni.

Árstíðir vöktu alþjóðlega athygli árið 2013 fyrir flutning sinn á „Heyr, himna smiður“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Síðan þá hafa meðlimir hljómsveitarinnar unnið reglulega með a cappella-lög og fléttað þeim inn í tónleika sína. Að lokum ákvað hljómsveitin að taka upp nokkur af verkunum sem þau hafa sungið í gegnum árin og er útkoman platan Vetrarsól. Þetta er vandlega valið safn hefðbundinna íslenskra radda- og kórverka sem endurspegla ríkulega tónlistararfleifð landsins.

Hjá Nótnaveita Tónlistarmiðstöðvar eru á skrá um 12 þúsund verk eftir íslensk tónskáld, þar á meðal flest þeirra sem Árstíðir flytja á plötunni. Því þótti okkur kjörið að safna þessum verkum saman og gera þau aðgengileg á einum og sama stað - fyrir þau sem vilja kynna sér eða flytja þessi fallegu lög sjálf.

Vetrarsól - Nótnasafn

Lestu einnig
Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar