Tónlistarhátíðin Óperudagar hefst fimmtudaginn 16. október og stendur til 26. október. Hátíðin býður upp á um 40 viðburði þar sem um 200 listamenn frá hinum ýmsu heimshornum koma fram. Þetta eru fjölmargir einsöngvarar, níu kórar og kammersveitir á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið og nágrenni.
Óperudagar eru metnaðarfull hátíð sem varpar ljósi á gríðarlega grósku íslensku óperu-, tónleikhús- og sönglistarsenunnar. Aðstandendur leggja áherslu á að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa, meðal annars fjölskylduviðburði, grunnskólaheimsóknir, frumflutninga á nýjum verkum og margt fleira.