‍111 verkefni fá 97 milljónum úthlutað úr Tónlistarsjóði vegna seinni úthlutunar 2024 

3
.  
July
 
2024

Úthlutað er í fyrsta sinn úr öllum deildum nýs Tónlistarsjóðs, en sjóðurinn er nýstofnaður á grundvelli Tónlistarlaga sem sett voru í maí á síðasta ári. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn í byrjun apríl með umsóknarfrest þann 21. maí s.l. 

Hlutverk Tónlistarsjóðs er m.a. að efla íslenska tónlist, hljóðritagerð og þróunarstarf í íslenskum tónlistariðnaði með fjárhagslegum stuðningi. Sjóðurinn skal einnig stuðla að kynningu á íslensku tónlistarfólki og tónsköpun þeirra hér á landi sem erlendis.

Sjóðnum er skipt í fjórar deildir sem allar hafa ólíkar áherslur og er ætlað að útvíkka úthlutanir til verkefna sem styrkja tónlistargeirann á sem breiðustum grunni.

Í sjóðinn bárust alls 364 umsóknir og var heildarupphæð styrkumsókna 631.093.159. Til úthlutunar voru 97.324.500 sem veitt var til 111 verkefna sem skiptast svo á milli fjögurra deilda sjóðsins:

Frumsköpun og útgáfa

192 umsóknir sóttu um 260.661.059. Úthlutað var 48.712.000 til 62 verkefna. Hæstu verkefnastyrkina hlutu Daníel Bjarnason, 2,9 milljónir og Nýdönsk, 2 milljónir. 

37% úthlutaðrar upphæðar runnu til verkefna í sígildri- og samtímatónlist,  25% til popp, rokk og indí og rest til annarra tónlistarstefna. Árangurshlutfall umsókna er 33%, 36% í sígildri- og samtímatónlist, 25,5% hjá popp, rokk og indí og minna hjá öðrum tónlistarstefnum.

Lifandi flutningur

97 umsóknir sóttu um 133.183.356. Úthlutað var 14.212.500 til 22 verkefna. Kammersveitin Elja hlaut hæsta verkefnastyrkinn eða 1,5 milljón og 1 milljón hlutu Mugison, Sinfóníuhljómsveit Suðurlands, Helgi Rafn Ingvarsson og Hljómsveit Akureyrar.

84% úthlutaðrar upphæðar runnu til verkefna í sígildri- og samtímatónlist, 10% til djass og blús og rest til annarra tónlistarstefna. Árangurshlutfall umsókna er 24% sem dreifist jafnt á milli tónlistarstefna og er því úthlutun í samræmi við fjölda umsókna sem bárust.

Gerður var einn langtímasamningur, samningur til tveggja ára:

  • Kammerhópurinn Nordic Affect hlýtur 2.500.000 í langtímastyrk til tveggja ára fyrir tónleikadagskrá hópsins árin 2025-2026.

Þróun og innviðir

55 umsóknir sóttu um 204.658.065. Úthlutað var 25.600.000 til 18 verkefna. Hæstu verkefnastyrkina upp á 1.000.000 hlutu VibEvent, OPIA Community, Þjóðlagahátíðin á Siglufirði, MetamorPhonics, WindWorks í Norðri, Reykjavík Early Music Festival, Múlinn Jazzklúbbur, LungA, Ascension MMXXIV og BIG BANG. 

37% úthlutaðrar upphæðar runnu til verkefna sem vinna þvert á tónlistarstefnur, 28% til popp, rokk og indí og rest til annarra tónlistarstefna, sem er í samræmi við fjölda umsókna eftir tónlistarstefnum, en heildar árangurshlutfall umsókna er 21%.

Gerðir voru þrír langtímasamningar:

Samningur til þriggja ára:

  • Iceland Airwaves hlýtur 6.000.000 í langtímastyrk til þriggja ára, 2024-2026, vegna verkefnisins Sjálfbært showcase - framtíðarstefna Iceland Airwaves.

Samningar til tveggja ára:

  • Tónskáldafélag Íslands hlýtur 4.000.000 í langtímastyrk til tveggja ára, 2025-2026 vegna Myrkra músíkdaga.
  • Hlutmengi hlýtur 3.000.000 í langtímastyrk til tveggja ára, 2024-2025 vegna tónleikadagskrár í Mengi.

Útflutningur - markaðsstyrkir

20 umsóknir sóttu um 32.590.629. Úthlutað var 8.800.000 til 9 verkefna. Hæstu verkefnastyrkina hlutu ADHD upp á 2 milljónir og viibra upp á 1,5 milljón. 

45% úthlutaðrar upphæðar runnu til verkefna í djass og blús, 26% til popp, rokk og indí og rest til annarra tónlistarstefna, sem er í samræmi við fjölda umsókna eftir tónlistarstefnum, en heildar árangurshlutfall umsókna er 45%.

Skipting veittra styrkja út frá kyni, landshlutum og tegund umsækjanda

Flestar umsóknir bárust frá verkefnum þar sem forsvarsmaður umsóknar var karl, eða 56,5%, 43% umsókna voru frá konum og 0,5% frá kynsegin einstaklingum. Árangurshlutfall var í samræmi við hlutfall umsókna. 

Flestir styrkir Tónlistarsjóðs voru veittir til einstaklinga eða 59% af heildinni, 19% fóru til fyrirtækja og aðrir styrkir til félagasamtaka, stofnanna og annarra umsækjenda. 

Flest verkefni sem styrkt eru fara fram á höfuðborgarsvæðinu. 78% af veittri upphæð fara til verkefna þar og er það í samræmi við þær umsóknir sem bárust. Heildar árangurshlutfall var 30% sem er það sama og árangurshlutfall verkefna á höfuðborgarsvæðinu. Árangurshlutfall var hæst 80% á Vestfjörðum, en fjöldi umsókna frá öðrum landshlutum en höfuðborgarsvæðinu er það lítill að sveiflur í árangurshlutfalli eru mjög miklar.

Verkefnastyrki hlutu:

VIÐSKIPTASTYRKIR:

Hringekjan ehf.

VibEvent: 1.000.000 kr

OPIA ehf.

Uppbygging OPIA Community: 1.000.000 kr

Múlinn - jazzklúbbur

Tónleikaröð Jazzklúbbsins Múlans í Tónlistarhúsinu Hörpu: 1.000.000 kr

Þjóðlagahátíð á Siglufirði

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3.-7. júlí 2024: 1.000.000 kr

Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths

MetamorPhonics- Tónlistariðkun og leiðtogafærni til farsælla og sanngjarnara samfélags: 1.000.000 kr

Aulos, félagasamtök

WindWorks í Norðri: 1.000.000 kr

Barokkbandið Brák slf.

Reykjavík Early Music Festival: 1.000.000 kr

LungA-Listahátíð ungs fólks

LungA Hvirfill: 1.000.000 kr

Studio Emissary ehf.

Ascension MMXXIV: 1.000.000 kr

Reykjavíkurborg

BIG BANG - tónlistarhátíð fyrir unga áheyrendur: 1.000.000 kr

ÞjóðList ehf.

Vaka Þjóðlagahátið 2024: 600.000 kr

Jón Haukur Unnarsson

Mannfólkið breytist í slím 2024: 500.000 kr

Helgi Jónsson

Glatkistan - tónlistarvefur: 500.000 kr

MAKK ehf.

Mánu- og fimmtujazz á Le Kock: 500.000 kr

Byggðasafnið í Skógum

Jazz undir fjöllum: 500.000 kr

TÓNLISTARSTYRKIR

Daníel Bjarnason

FEAST / INFERNO / FRAGILE HOPE: 2.900.000 kr

Himnasending sf.

Raunheimar: 2.000.000 kr

Arngerður María Árnadóttir

Translations - útsetningar, tölvusetning, hljóðritun og útgáfa á breiðskífunni \Hik\"": 1.800.000 kr

Svartur jakki, félagasamtök

Óperan hundrað þúsund: 1.700.000 kr

Blístur sf.

MOVE upptaka og útgáfa á fyrstu hljómplötu sveitarinnar, tónleikahald og kynningar: 1.600.000 kr

Högni Egilsson

Alheimstár: 1.600.000 kr

Alium slf.

Wandering Beings hljóðplata: 1.500.000 kr

Kælan mikla ehf.

Kælan Mikla – fimmta breiðskífa – lagasmíðar, hljóðblöndun og markaðssetning: 1.200.000 kr

Tumi Árnason

SÓLVERK - tónleikar og upptökur á Jazzhátíð: 1.152.000 kr

Jose Luis A Anderson Esquivel

Andervel- full length album: 1.000.000 kr

Lúpus slf.

Píanó, elektrónik, strengir og slagverk: 1.000.000 kr

Kjartan Valdemarsson

Öræfi: 1.000.000 kr

Nivalis ehf

Árstíðir - Acapella plata: 1.000.000 kr

Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson

Kaktus EInarsson #3: 1.000.000 kr

Mikael Máni Ásmundsson

Guitar Poetry II: 1.000.000 kr

Lilja María Ásmundsdóttir

Imprint: 900.000 kr

Nína Solveig Andersen

Önnur plata lúpínu: Marglytta: 800.000 kr

Jóhann Helgason

JH: 800.000 kr

Daníel Guðmundur Hjálmtýsson

Önnur breiðskífa Daníels Hjálmtýssonar: 800.000 kr

Daði Birgisson

DAÐI Family Man Orchestra: 800.000 kr

Klara Ósk Elíasdóttir

HWD / HEIM: 800.000 kr

Sólfinna ehf.

Multiverse, ný hljóðritun: 800.000 kr

Hallveig Rúnarsdóttir

Songs of longing and love - nýr norrænn ljóðaflokkur: 700.000 kr

Elín Eyþórsdóttir Söebech

ELOS: 700.000 kr

Einar Rafn Þórhallsson

Duality: 700.000 kr

Elísabet Eyþórsdóttir

Symphony of Life: 700.000 kr

Jón Gunnar Biering Margeirsson

Hljómórar: 650.000 kr

Kristín Björk Kristjánsdóttir

Máttúra: 600.000 kr

Gunnar Guðbjörnsson

Sönglög óperutónskálda: 600.000 kr

Smekkleysa S.M. ehf.

Íslensk kórtónlist - safnútgáfa: 600.000 kr

Finnur Karlsson

Nýtt verk fyrir Kór Hallgrímskirkju og Kammersveit Reykjavíkur: 600.000 kr

Halldór Smárason

Undir píanóinu: 600.000 kr

Anna Sóley Ásmundsdóttir

Painting Reality Photographing Fiction: 600.000 kr

Rebekka Blöndal

Önnur plata Rebekku Blöndal \Að því sögðu...\"": 600.000 kr

Ragna Kjartansdóttir

Immersive House Music: 600.000 kr

Bjargmundur Ingi Kjartansson

Volrutpus - Vault 1 (2014-2024): 600.000 kr

Sólfinna ehf.

Hljóðritun kvartetts Sunnu: 600.000 kr

Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir

Í draumheimum - pöntun tónverka Jóhanns og Sigurðar fyrir ljóðatónleika Ragnheiðar og Evu: 600.000 kr

Ægir Sindri Bjarnason

Ægir (ásamt ýmsum) - BRIDGES III: 500.000 kr

Brynja Bjarnadóttir

Brynja - önnur breiðskífa: 540.000 kr

Árni Grétar Jóhannesson

Vatn og raf - 500.000 kr

Andri Pétur Þrastarson

Gosi - Á floti: 500.000 kr

Auður Guðjohnsen

Hljóðritun á 12 sönglögum eftir Auði Guðjohnsen úr söngbókinni Tónlistin er þín: 500.000 kr

Guðný Margrét Eyjólfsdóttir

Close enough: 500.000 kr

Ari Frank Inguson

Blekkingardans: 500.000 kr

Artifex sf

Jarðljós: 500.000 kr

Þórður Kári Steinþórsson

Kosmodod - Debut: 500.000kr

Iuliia Vasileva

Recording and releasing the full-length experimental electronic dron/doom metal album: 500.000 kr

Lilja Eggertsdóttir

Í Tónlistarlandi - barnalög: 500.000 kr

Brynjar Daðason

A Little Bit Spiritual: 500.000 kr

Díses slf.

Pale Moon, El Cal Eril þröngskífa (Vinnuheiti): 500.000 kr

Júlía Mogensen

Upptökur og útgáfa á hljómplötu sem ber titilinn: \'Endurómur, fjögur verk fyrir dórófón og rými\': 500.000 kr

Andlag slf.

Atli Heimir Sveinsson - sönglög með gítar: 500.000 kr

Helgi Örn Pétursson

Osme, tónsmíðar og upptökur: 500.000 kr

Gísli Galdur Þorgeirsson

Tónlist við heimildarmyndina \Síðasta verk Gunnars  (Gunnar´s last project)\"": 500.000 kr

Logi Pedro Stefánsson

REFUR: 500.000 kr

Björg Catherine Blöndal

Wild Blue Yonder - upptökur og útgáfa á breiðskífu: 500.000 kr

Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir

Flautukonsert: 500.000 kr

Benedikt Hermann Hermannsson

Benni Hemm Hemm - einsöngsverk: 490.000 kr

Berta Dröfn Ómarsdóttir

Bernskuslóð: 450.000 kr

Andrés Þór Þorvarðarson

Andrés - \Ég gefst alltaf upp\" Sólóplata": 300.000 kr

Af hverju ekki ehf.

Strengjavera album by Jack Armitage released on Mengi Records: 130.000 kr

FLYTJENDASTYRKIR

Elja kammersveit

Elja kammersveit: 1.500.000 kr

Mugiboogie ehf

100 Kirkjur í 100 Póstnúmerum: 1.000.000 kr

Sinfóníuhljómsveit Suðurlands ehf.

Skólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands 2024: 1.000.000 kr

Helgi Rafn Ingvarsson

Ragnarök: örlög goðanna: 1.000.000 kr

Michael Jón Clarke

Hljómsveit Akureyrar 2.- 5. starfsár: 1.000.000 kr

Hildigunnur Halldórsdóttir

15:15 tónleikasyrpan: 544.500 kr

Mótettukórinn

Mótettur Bachs í Hallgrímskirkju: 500.000 kr

Brekvirki ehf.

Sumartónleikaferð BREK ásamt Hank, Pattie & the Current: 500.000 kr

Gyða Valtýsdóttir

EPICYCLE: 500.000 kr

Björg Brjánsdóttir

Earth Song, Magnesia og Knega: 500.000 kr

Álfheiður Erla Guðmundsdóttir

Álfheiður & Kunal / sumarsería: 500.000 kr

Lúpus slf.

Tónlist eftir Úlf Eldjárn fyrir píanó, elektróník, slagverk og strengi: 500.000 kr

Pétur Eggertsson

Chamber Music IV á Hamraborg Festival: 400.000 kr

Andrew Junglin Yang

3rd International Westfjords Piano Festival: 400.000 kr

Björn Thoroddsen

Gítarveisla Bjössa Thor: 300.000 kr

Aulos, félagasamtök

Tónleikarferð innanlands á WindWorks  í Norðri: 300.000 kr

Rúnar Óskarsson

Bassaklarínettuhátíð í Hörpu: 300.000 kr

Katrín Helga Ólafsdóttir

Sumartónleikar í Iðnó: 300.000 kr

Bylgjur í báðar áttir ehf.

Ilm og ómleikar og þá birtist sjálfi á Óperudögum 2024: 260.000 kr

Ingi Bjarni Skúlason

Ingi Bjarni Trio - Tónleikaferð um Ísland til að kynna nýja plötu: 250.000 kr

Af hverju ekki ehf.

Creating a live coding community in Iceland: 158.000 kr

MARKAÐSSTYRKIR

Blómi sf

ADHD tónleikaferðalög 2024 og 2025 um Evrópu og kynning á nýrri hljómplötu sveitarinnar: 2.000.000 kr

marvaða ehf.

viibra - fyrsta plata flautuseptettsins viibra: 1.500.000 kr

Blístur sf.

MOVE upptaka og útgáfa á fyrstu hljómplötu sveitarinnar, tónleikahald og kynningar: 1.000.000

Mikael Máni Ásmundsson

Markaðssetning á tónlist og tónleikum Mikaels Mána í Þýskalandi og nágrannalöndum: 1.000.000 kr

Margrét Ósk Gunnarsdóttir

Supersport! „Allt sem hefur gerst“: 1.000.000 kr

marvaða ehf.

Útgáfa þriðju breiðskífu CYBER: SAD ;\'(: 1.000.000 kr

Díses slf.

Carpets Cables and Sweaty Hearts: 500.000 kr

Magnús Örn Thorlacius

Markaðssetning þriðju breiðskífu Myrkva: 500.000 kr

marvaða ehf.

Útgáfa singúlanna Say Goodbye og Kagami No Naka No Zuygatsu: 300.000 kr

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar