Tónlistarmiðstöð fer á Womex 2025 ásamt sendinefnd tónlistarfólks og fulltrúum tveggja íslenskra tónlistarhátíða. Tónlistarráðstefnan Womex er haldin árlega en þar kemur saman tónlistarfólk, festivöl, fyrirtæki og aðilar úr öllum heimshornum sem vinna í allskonar tónlist sem á sér rætur í þjóðlegum arfi. Allt frá afrobeat tónlist Nígeríu til salsa frá suður Ameríku, til persneskar söngtónlistar með elektrónisku ívafi og svo framvegis.
Í ár verður hátíðin haldin í Tampere í Finnlandi eru þau Alexandra Kjeld, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir og Arngerður Maria Árnadóttir úr hljómsveitinni Umbru, ásamt þeim Guðmundi Atla Péturssyni og Sigmari Þór Matthíassyni úr Brek, og einyrkjunum Svavari Knút Kristinssyni og Ásgeiri Ásgeirssyni, en frá tónlistarmiðstöð fer Sigtryggur Baldursson sem fulltrúi.
Fjölgað hefur í flóru tónlistarhátíða á síðasta ári sem einbeita sér að svokallaðri þjóðlagatónlist eða tónlist sem er að vinna að einhverjum leyti með þjóðlegan arf. Reykjavik Folk Festival var endurreist á síðasta ári og haldið í mai í 15. sinn en Vaka Folk Festival var haldin 15-21 september síðastliðinn í Iðnó. Báðar þessar hátíðar munu eiga fulltrúa á Womex í ár og verður spennandi að sjá hvað verður í boði á næsta ári.