Í morgun var tilkynnt að píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson hlyti tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs á árinu. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár fyrir verk núlifandi tónskálds og annað hvert ár eru þau veitt litlum eða stórum hljómsveitum. Verðlaunin eru ein þau virtustu á sviði menningar á Norðurlöndum og er Víkingur sjöundi Íslendingurinn til að hljóta tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs frá upphafi.
Víkingur Heiðar er meðal dáðustu klassísku tónlistarmanna samtímans. Upptökur hans hafa náð yfir milljarði hlustana á streymisveitum og hann hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, þar á meðal Grammy-verðlaunin, íslensku fálkaorðuna og Útflutningsverðlaun forseta Íslands, svo eitthvað sé nefnt.
Hér má sjá viðtal við verðlaunahafann:
Tónlistarmiðstöð óskar Víkingi innilega til hamingju!