Sticky Records kynna: Hvað þarf marga fermetra til að hýsa samfélag?

Hvar: Prikið, Bankastræti 12, 101 Reykjavík
Hvenær: Þriðjudag, 4. nóv @ 17.30-19.00
Viðburðurinn fer fram á ensku

////////////////////////////////////

Hvernig mótast rými af samfélaginu sem vex innan þess? Hvernig stuðlar staðurinn að því að samfélagið vaxi út fyrir veggi hans? Hvað þarf til að byggja upp lifandi menningarvistkerfi á örfáum fermetrum?

Í hjarta miðbæjarins hefur Prikið þróast úr litlu kaffihúsi í skapandi miðstöð, plötuútgáfu og menningarlegan hornstein borgarinnar. Innan fárra fermetra hefur myndast vistkerfi þar sem tónlistarfólk, hönnuðir, myndlistarfólk og viðburðahaldarar hrærast saman.

Sticky Records hefur verið órjúfanlegur hluti af þessari þróun. Útgáfan er óhagnaðardrifin og nýstárleg og hefur eflt og stutt við fjölda listafólks sem hefur lagt grunninn að nýrri bylgju íslenskrar hiphop- og rafsenu.

Þetta samtal sameinar lykilaðila úr tónlistar- og listasenu Reykjavíkur til að ræða hvernig grasrótarrými á borð við Prikið móta og næra samfélag.

Í pallborði sitja: Geoffrey Huntingdon (kolkrabbi Priksins og stjórnandi Sticky Records), Viktor Weisshappel (Strik Studio), Egill Ástráðsson (Garcia Events), Kolbrún Óskarsdóttir (Kusk).

Umræðum stjórnar Rebecca Mason (Inside Out).

Fylgstu með á Facebook viðburðinum >>

Dagsetningar
Dagsetning
4 November 2025
 –
Staðsetning
Vefsíða
Aðrir viðburðir
Allir viðburðir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar