Útrás: Vertu tilbúin til útflutnings
Tónlistarmiðstöð býður öllum áhugasömum á námskeið í undirbúningi tónlistarverkefna til útflutnings. Námskeiðið hefst formlega á Bransaveislu, þriðjudaginn 5. nóvember klukkan 17:30 og verður kennt á skrifstofu Tónlistarmiðstöðvar í Austurstræti 5, 101 Reykjavík. Námskeiðið nýtist iðkendum allra tónlistarstefna, er öllum opið og þar að auki frítt.
Á námskeiðinu verða bæði fyrirlestrar og hagnýt verkefni þar sem reynslumiklir sérfræðingar í markaðssetningu og útflutningi tónlistar miðla af þekkingu sinni. Þátttakendur fá aðstoð við að:
- Setja sér skýr markmið fyrir kynningarstarf.
- Greina markaðstækifæri á erlendum mörkuðum.
- Búa til fjölmiðlapakka (presskit).
- Undirbúa útgáfu eða skipuleggja samfélagsmiðlaherferðir.
Einnig verður kynntur sá stuðningur sem er í boði fyrir útflutningsverkefni á Íslandi, auk leiða til að nýta alþjóðlega viðburði hér heima til að efla tengslanet. Námskeiðinu lýkur með kynningum þátttakenda á lokaafurðum sínum.
Námskeiðinu er ætlað að valdefla sjálfstætt starfandi tónlistarfólk, veita því tól og tæki til að koma list sinni á framfæri og verða þannig tilbúið til útflutnings eða „export ready“.
Dagskrá námskeiðsins:
Þriðjudagur 5. nóvember, kl. 17:30-19:00
Pallborð um almannatengsl, markaðssetningu og „bio“-skrif.
- Pallborð um almannatengsl, markaðssetningu og „bio“-skrif.Fyrirlesarar: Paul Bridgewater (ritstjóri The Line of Best Fit), Rebecca Mason (almannatengill hjá Inside Out) og Sophie Walker (blaðamaður og almannatengill hjá Toast Press).
- Leifur Björnsson, sérfræðingur hjá Tónlistarmiðstöð, stýrir umræðum.
- Markmið: Að þátttakendur fái heildarsýn á efni og verkfæri sem þarf til að kynna tónlistarverkefni og skerpi á markmiðum sínum í kynningarstarfi.
Þriðjudagur 19. nóvember, kl. 17:00-19:00
Starfsemi Tónlistarmiðstöðvar og stuðningskerfi útflutningsverkefna.
- Kynning á starfsemi Tónlistarmiðstöðvar, Tónlistarsjóðs og Íslandsstofu og því hvernig þessir aðilar styðja við útflutning í tónlist og öðrum skapandi greinum.
- Verkefnavinna: Markmiðasetning, tímalínur, útgáfu- og markaðsáætlanir og hvernig styrkir samræmast þeim.
Þriðjudagur 3. desember, kl. 17:00-19:00
Kynningar frá sérfræðingum í tónlistarmarkaðssetningu.
- Farið verður djúpt í markaðssetningu tónlistar, vörumerkjastjórnun og greiningu markhópa. Einnig verður fjallað um mismunandi markaðssvæði og hvað ber að hafa í huga við útflutning á tónlist.
- Verkefnavinna og markmiðasetning.
Fimmtudagur 10. desember, kl. 17:00-19:00
Lokaverkefni kynnt og Happy Hour.
------------------------------------------------
Skráning fer fram hér en mælst er til að þau sem skrá sig til leiks taki þátt í allri dagskránni.