Tónlistarmiðstöð býður öllum áhugasömum á námskeið í undirbúningi tónlistarverkefna til útflutnings. Námskeiðið hefst formlega á Bransaveislu, þriðjudaginn 5. nóvember klukkan 17:30 og verður kennt á skrifstofu Tónlistarmiðstöðvar í Austurstræti 5, 101 Reykjavík. Námskeiðið nýtist iðkendum allra tónlistarstefna, er öllum opið og þar að auki frítt.
Á námskeiðinu verða bæði fyrirlestrar og hagnýt verkefni þar sem reynslumiklir sérfræðingar í markaðssetningu og útflutningi tónlistar miðla af þekkingu sinni. Þátttakendur fá aðstoð við að:
Einnig verður kynntur sá stuðningur sem er í boði fyrir útflutningsverkefni á Íslandi, auk leiða til að nýta alþjóðlega viðburði hér heima til að efla tengslanet. Námskeiðinu lýkur með kynningum þátttakenda á lokaafurðum sínum.
Námskeiðinu er ætlað að valdefla sjálfstætt starfandi tónlistarfólk, veita því tól og tæki til að koma list sinni á framfæri og verða þannig tilbúið til útflutnings eða „export ready“.
Dagskrá námskeiðsins:
Þriðjudagur 5. nóvember, kl. 17:30-19:00
Pallborð um almannatengsl, markaðssetningu og „bio“-skrif.
Þriðjudagur 19. nóvember, kl. 17:00-19:00
Starfsemi Tónlistarmiðstöðvar og stuðningskerfi útflutningsverkefna.
Þriðjudagur 3. desember, kl. 17:00-19:00
Kynningar frá sérfræðingum í tónlistarmarkaðssetningu.
Fimmtudagur 10. desember, kl. 17:00-19:00
Lokaverkefni kynnt og Happy Hour.
------------------------------------------------
Skráning fer fram hér en mælst er til að þau sem skrá sig til leiks taki þátt í allri dagskránni.