WE MAKE MUSIC leitar að kven- og kvárlagahöfundum fyrir söngvasmiðju í Kaupmannahöfn.

20
.  
August
 
2024

Auglýst er eftir umsóknum vegna samnorrænu söngvasmiðjunnar, WE MAKE MUSIC, sem fer fram dagana 28. okt - 1. nóv í Kaupmannahöfn og er ætluð kvenhöfundum eða kynsegin höfundum sem hafa reynslu af því að semja fyrir aðra listamenn.

Íslandi býðst að senda tvo einstaklinga rétt eins og í fyrra.

Miðað er við að þátttakendur hafi gott vald á enskri tungu í textagerð og þeir sem semja á íslensku eiga litla sem enga möguleika á að vera valdir.

Umsóknarfrestur er til kl. 23:59 þann 23. ágúst.

FTT greiðir þátttökugjaldið fyrir höfundana sem þurfa þó sjálfir að standa skil á kostnaði við flug og gisting

Við bendum á að hægt er að sækja um ferðastyrk í Ferðasjóð STEFs.

Aðstandendur Söngvasmiðjunnar velja úr umsóknum en þetta er hugsað fyrir reynda höfunda.

Nauðsynlegt er að hafa með sér fartölvu, hljóðfæri (gítar/hljómborð) og heyrnartól fyrir vinnuna.

Ýtið hér til að sækja um>>

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar