Komdu með Tónlistarmiðstöð á Nordic Film Music Days 2025

19
.  
November
 
2024

Mynd: Thomas Kolbein Bjork Olsen

Nordic Film Music Days 2025 er spennandi vettvangur fyrir kvikmyndatónskáld til að koma sér á framfæri og styrkja tengsl við kvikmynda- og tónlistarbransann á alþjóðlegum vettvangi. Hátíðin fer fram í Berlín 15. og 16. febrúar, í tengslum við Berlinale kvikmyndahátíðina, í Nordische Botschaften og sendiráðum Norðurlandanna í Berlín. Þar munu norræn tónskáld hittast og verða haldnar vinnustofur um samninga, pallborð um kvikmyndatónlist ásamt því að kynntar verða tilnefningar til HARPA Nordic Film Composers Award.

Í ár býður Tónlistarmiðstöð, í samstarfi við NFMD, tónskáldum tækifæri til að taka þátt í tengslamyndununarfundum með framleiðendum og öðrum lykilaðilum í kvikmyndabransanum á Berlinale. Sækja þarf um og fá þau tónskáld sem verða fyrir valinu ferðastyrk upp á 75.000. Þátttaka í viðburðum hátíðarinnar er ókeypis en greiða þarf fyrir flug og gistingu.

Við hvetjum öll kvikmyndatónskáld sem vilja kynna sig á norrænum og alþjóðlegum vettvangi að sækja um, en Nordic Film Music Days býður uppá einstakt tækifæri til að tengjast, læra og kynna sig.

Umsóknarfrestur er 11. desember.

Sækið um hér >>

Frekari upplýsingar veitir Signý Leifsdóttir (farastjóri ferðarinnar): Signý@icelandmusic.is

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar