Komdu með Tónlistarmiðstöð á Nordic Film Music Days 2025
Mynd: Thomas Kolbein Bjork Olsen
Nordic Film Music Days 2025 er spennandi vettvangur fyrir kvikmyndatónskáld til að koma sér á framfæri og styrkja tengsl við kvikmynda- og tónlistarbransann á alþjóðlegum vettvangi. Hátíðin fer fram í Berlín 15. og 16. febrúar, í tengslum við Berlinale kvikmyndahátíðina, í Nordische Botschaften og sendiráðum Norðurlandanna í Berlín. Þar munu norræn tónskáld hittast og verða haldnar vinnustofur um samninga, pallborð um kvikmyndatónlist ásamt því að kynntar verða tilnefningar til HARPA Nordic Film Composers Award.
Í ár býður Tónlistarmiðstöð, í samstarfi við NFMD, tónskáldum tækifæri til að taka þátt í tengslamyndununarfundum með framleiðendum og öðrum lykilaðilum í kvikmyndabransanum á Berlinale. Sækja þarf um og fá þau tónskáld sem verða fyrir valinu ferðastyrk upp á 75.000. Þátttaka í viðburðum hátíðarinnar er ókeypis en greiða þarf fyrir flug og gistingu.
Við hvetjum öll kvikmyndatónskáld sem vilja kynna sig á norrænum og alþjóðlegum vettvangi að sækja um, en Nordic Film Music Days býður uppá einstakt tækifæri til að tengjast, læra og kynna sig.
Umsóknarfrestur er 11. desember.
Frekari upplýsingar veitir Signý Leifsdóttir (farastjóri ferðarinnar): Signý@icelandmusic.is