Komdu með Tónlistarmiðstöð á Jazzahead!

26
.  
February
 
2025

Eins og undanfarin ár tekur Tónlistarmiðstöð þátt í Jazzahead! Ráðstefnunni sem fer fram í Bremen, Þýskalandi, 24.-26. apríl. 

Jazzahead! er stærsta jazzráðstefna í Evrópu, oft kölluð „The Family Reunion of Jazz“. Þar koma saman tónlistarmenn, útgáfufyrirtæki, auglýsingastofur, fulltrúar tónlistarhátíða, bókarar, útvarpsstöðvar og allskonar áhugafólk um jazz. Um 20.000 þúsund gestir, þar af um 3.500 fagaðilar, fjölmenna hátíðina sem býður upp á um 200 tónleika. 

Dagskrá Tónlistarmiðstöðvar á Jazzahead! 

Tónlistarmiðstöð verður með bás á hátíðinni sem nýtist sem heimasvæði fyrir þau 8 íslensku verkefni sem hafa staðfest þátttöku sína. Básinn nýtist einstaklega vel til funda og annarar kynningar- og tenslamyndunarvinnu. 

Við munum einnig vera með “off-venue” dagskrá þann 25. apríl á Kultursentrum Lagerhaus Bremen. Óskar Guðjónsson og Magnús Jóhann munu stíga þar á stokk en tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Færeyjar, Svíþjóð og Finnland.

Ísland á Jazzahead! 

Ásamt Tónlistarmiðstöð hefur Jazzhátíð Reykjavíkur verið með reglulega viðvist á hátíðinni og meðal íslensks listafólks sem hefur stigið á stokk má nefna ADHD, Sunnu Gunnlaugs, Scott McLemore og Einar Val Scheving

Öllum er frjálst að koma á ráðstefnuna og nýta sér bás okkar til kynningar á sínum verkefnum.

Áhugasöm hafi samband við Sigtrygg Baldursson á sigtryggur@icelandmusic.is

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar